Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Qupperneq 161

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Qupperneq 161
SKRÁNIN GARREGLUR BÓKASAFNA 161 hefur gengið undir fleiri nöfnum en einu, hvorl kjósa skuli fullt nafn eða stytt o. s. frv. Val málmyndar getur m. a. staðið tun það, hvort greina skuli höfuð, t. d. stofnunar- nafn, á móðurmáli skrásetjara eða hvort velja skuli tungumál eftir ríkisfangi stofnun- arinnar. Þegar höfuð hefur verið valið, nafnmynd þess og málmynd, kemur að einum mesta vandanum í meðferð höfuðs, en það er val þess orðs, sem skipað er fyrstu í spjald- textanum og ræður röðun spjalds í skrá. Þetta orð höfum við nefnt raðorð. Það er engan veginn sjálfsagt, að raðorð sé fyrsta orð í því heiti, sem valið hefur verið sem höfuð. Meðal spurninga, sem hér vakna, eru þær, hvort velja skuli sem raðorð skírn- arnafn eða föðurnafn íslenzkra höfunda, hvert skuli vera raðorð, þegar erlend ættar- nöfn höfunda eru forskeytt eða síðara nafn erlends höfundar er tvíliðað og nafn- liðir ýmist tengdir með bandi eða ekki, enn fremur hvernig fara skuli með greini. Þá skal vikið að öðrum meginhluta spj aldtextans, bókarlýsingunni. Tilgangur henn- ar er öðru fremur að lýsa skráðu riti sem bókfræðilegri einingu, svo að það verði greint frá öðrum ritum — einkum öðrum ritum safnsins — þ. á m. ein útgáfa rits frá annarri, enn fremur að sýna bókfræðileg tengsl rita. Þess var áður getið, að vanda- mál skráningar væru öll tengd á einhvern hátt spj aldtextanum. Að sjálfsögðu eru þau þó einnig tengd þeim ritum, sem skrá skal, ekki sízt atriði bókarlýsingarinnar. Vandann ber að höndum með sjálfum ritunum, og hann getur verið margvíslegur eins og þau. í reglum um bókarlýsingu þarf því að gera ráð fyrir ýmsum tilbrigðum, sem orðið geta í titiltexta, formi og gerð rita, og mæla fyrir um, hvernig þeim skuli lýst. Atriði, sem til álita kemur að lýsa, eru æðimörg og ýmiss konar, en rétt er að ítreka það, sem áður var getið, að á síðari árum hefur víða gætt ríkrar tilhneigingar til þess að draga úr bókarlýsingu í spjaldskrá, gera minni kröfur til hennar og einfalda lýs- ingaratriði eða fækka þeim, enda er vafasamt, að þau atriði, sem greind hafa verið, þegar mest hefur verið lagt í bókarlýsinguna, séu öll nauðsynleg vegna þess hlutverks spjaldskrár, sem áður er skilgreint. Spjaldskrá verður mun aðgengilegri og auðveldari í notkun, ef hverju riti er lýst skipulega og lýsingaratriði greind í fastri röð, a. m. k. að vissu marki. Atriðum bók- arlýsingar má skipta í tvennt. Annars vegar eru þau, sem greind eru við nálega hverja bók, þ. e. á hverju aðalspjaldi, hins vegar þau, sem sjaldnar koma til. Hinum fyrr- nefndu er venja að skipa í svonefndan aðaltexta á spjaldi, hinum síðarnefndu á svo- nefndan spjaldfót. Meginatriði aðaltexta eru þá þessi: titill (þar með talinn undirtitill og titilaf- brigði), höfundur (útgefandi eða ritstjóri, ef það á við), útgáfa, prentsögn (þ. e. út- gáfustaður, forlag og útgáfuár), samlögn (þ. e. lýsing á umfangi rits, einkum blað- síðutali) og ritraðartitill, ef við á. Atriði, sem sjaldnar koma til og greind eru á spjaldfæti, eru margvíslegri en svo, að talin verði hér, enda skal nú látið staðar numið við að rekja þá þætti skráningarvandans, sem setja þarf reglur um. Vandinn er að sjálfsögðu miklu fjölþættari en hér hefur verið lýst. Ég hef aðeins tæpt á nokkrum meginatriðum, en þegar atriðin hafa verið tæmd til nokkurrar hlítar og þeim raðað 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.