Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 168
ÞÓRIR RAGNARSSON
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
OG TENGSL ÞEIRRA VIÐ AÐALSAFN
FORMÁLI
Ritgerð þessi fjallar að meginefni um stofnunarsöfn háskóla og tengsl þeirra við
aðalsafn. í fyrri hluta hennar er rætt um hnitun og dreifingu almennt, eins og þessi
hugtök verða skýrð seinna, en í síðari hluta er vikið að stofnunarsöfnum sérstaklega.
Markmið ritgerðarinnar er það að gera grein fyrir vandamálum, sem eru samfara
stofnunarsöfnum, og skýra frá, hvernig brugðizt hefur verið við þeim í ýmsum til-
vikum.
Það, sem hér verður sagt, styðst ekki við beina athugun höfundar á tilteknum stofn-
unarsöfnum. Hér er aðeins tekið saman það, sem nokkrar heimildir segja um þetta
efni. í þeim birtast skoðanir ýmissa sérfróðra manna, persónuleg reynsla og fræði-
legar athuganir. Eru helztu heimildirnar frá Bandaríkj unum, Bretlandi og Norður-
löndum, og miða þær einkum við aðstæður í þessum löndum. Geta þessar aðstæður
verið allólíkar eins og getið er um f sérstökum kafla. Hér er hins vegar fjallað um
stofnunarsöfn almennt.
Efnið hef ég að mestu endursagt eða þýtt og skipað því niður. Þar sem þýtt hefur
verið samfellt mál, er sérstaklega tekið fram, að náið sé farið eftir heimild. Aftan við
ritgerðina er hehnildaskrá. Tölur innan sviga vísa til hennar og blaðsíðutals í heimild.
Þegar hér er birt vitneskja, sem heimild hefur eftir annarri heimild, get ég ekki sérstak-
lega um hina síðarnefndu heimild, nema ég taki orð hennar óbreytt upp. Þar sem
reynt er að finna nýtt, íslenzkt orð fyrir erlent heiti, er erlenda heitið sett í sviga aftan
við íslenzka orðið á máli þeirrar heimildar, sem stuðzt er við, en aðeins þar sem
orðið kemur fyrst fyrir. Islenzkun þessara heita ber raunar aðeins að líta á sem
bráðabirgðaþýðingu. Rétt er þó að geta þess strax, að erlendu heitin ‘centralisation’
og ‘decentralisation’ eru þýdd með orðunum hnitun og dreifing. Samsvarandi sagnir
hafa verið þýddar með orðunum <ið lmita og að dreifa, en sem lýsingarorð eru
þá notuð orðin hnitaður og dreifður. Um merkingu þessara hugtaka verður rætt
síðar.
Verður nú getið um merkingu nokkurra orða, sem notuð eru í ritgerðinni.