Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 176
176
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
unnt sé að flytja í stofnunarsöfnin þær bækur aðalsafns, sem hentugt þykir að
geyma þar.
5. Einn aðili hafi yfirumsjón með kerfinu og samræmi það (6, s. 62).
4. SKIPULAG HÁSKÓLABÓKASAFNA í NOKKRUM
LÖNDUM
Hér á eftir fer lauslegt yfirlit um skipulag háskólabókasafna í nokkium löndum:
Bandaríkin. Dreifing hókaforðans í stofmmarsöfn er mjög algeng í bandarískum
háskólum, en í flestum skólunum lúta þau einni stjórn, og yfirleitt er bókaöflun hnituð.
Háskólakennarar og stúdentar liafa greiðan aðgang að þessum söfnum. Þó eru til í
nokkrum háskólum sjálfstæð bókasöfn, bókakaup eru ekki ævinlega hnituð, og sums
staðar er ekki til samskrá imi öll sérsöfn. Þróun síðustu fimmtíu ára virðist hafa
hnigið í þá átt, að sjálfstæðum stofnunarsöfnum hafi fækkað, samskrár hafi verið
endurbættar, bókaöflun orðið hnituð og sérmenntaðir bókaverðir hafi verið ráðnir
til stofnunarsafna í ríkara mæli en áður (21, s. 97).
Bretland. Brezk háskólabókasöfn eru að skipulagi og stjórn líkari bandarískum söfn-
um en þeim, sem eru á meginlandi Evrópu. Bókasöfnin eru í órofa tengslum við há-
skólana. Þau fá rekstrarfé úr sjóði þeirra og eru jafnsjálfstæð gagnvart öðrum stofn-
unum og háskólinn sjálfur. í þremur hrezkum háskólum — í Oxford, Cambridge og
London - eru bókasöfnin dreifð bæði að því, er varðar stjórn og staðsetningu. í öðr-
um brezkum háskólum lúta hin einstöku söfn hnitaðri stjórn, en þau eru dreifð í
þeirri merkingu, að þeim er komið fyrir í ýmsum húsakynnum (21, s. 93).
Frakkland. í Frakklandi lúta háskólabókasöfn sérstakri bókasafnadeild í mennta-
málaráðuneytinu franska. Sér hún um fjárveitingu til bókasafnsstarfseminnar. Þessi
deild skipuleggur lika bókasafnsbyggingar háskólanna. En fé til annarrar slarfsemi
háskólans fer um aðra deild í menntamálaráðuneyti. Bókasafnadeildin hefur j afnframt
umsjón með ýmsum meiri háttar ríkishókasöfnum í Frakklandi og einnig borgarbóka-
söfniun.
Háskólabókasöfnin skiptast í deildarsöfn. Einu þessara deildarsafna — venjulega
safni bókmenntadeildar - er falin stjórn allra safnanna í heild, og mætti því kalla það
aðalsafn. Þannig er stjórnin hnituð, en söfnin eru dreifð að því, er tekur til staðsetn-
ingar. Er algengt í frönskum háskólaborgxun, að löng vegalengd sé milli deildarsafna.
Þessi deildarsöfn mætti kalla hið eiginlega háskólabókasafn. En til eru auk þeirra
ýmis sérsöfn, sem standa utan við hina hnituðu stjórn og njóta sjálfræðis. Fyrrnefnd
bókasafnadeild hefur ekki beina íhlutun um málefni þessara safna. Hér er um að
ræða sum söfn í lesstofum stúdenta, stofnunarsöfn og söfn á rannsóknarstofum. Hefur
verið torvelt að koma á nauðsynlegri samvinnu og samræmingu milli þessara safna
og hins eiginlega háskólabókasafns (19, s. 51-52 og 59-62 ; 21, s. 6 og 96).