Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 177
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
177
Þýzkaland. Sambandi aðalsafns og stofnunarsafna við þýzka háskóla er í megin-
dráttum þannig háttað, að söfnin eru dreifð bæði að því, er tekur til stjórnar og stað-
setningar, en til eru ýmis afbrigði þessarar skipunar. Venjulega hefur hvert stofnunar-
safn sína sérstöku fj árveitingu. Hlutfall úthlutunarfjár milli stofnunarsafna í heild
annars vegar og aðalsafns hins vegar getur leikið á bilinu frá 1:1 að 4:1, þannig að
stofnunarsöfn í heild geta fengið fjórfalt meira fé en aðalsafnið. Hvert stofnunarsafn
ræður eigið starfslið. Það pantar bækur án samráðs við aðalsafnið og hefur sérstaka
spjaldskrá. Ekki er ætlazt til, að aðrir noti stofnunarsafnið en kennarar og nemendur
hlutaðeigandi stofnunar. Venjulega eru bækur ekki lánaðar úr stofnuninni.
Við slíkar aðstæður leita háskólakennarar lítt til aðalsafns og hafa lítinn áhuga á
að taka þátt í öflun bóka til þess. Eru stúdentar einnig hvattir til þess að nota stofn-
unarsafn sitt. Þar hafa þeir aðstöðu til lestrar og geta verið vissir um, að bókin, sem
þeir þarfnast, er ekki í útláni.
Þetta kerfi bókasafna hamlar mjög vexti og viðgangi aðalsafna. Ekki er einungis
lítil samvinna aðalsafns og stofnunarsafna, heldur kemur fyrir, að þessi tvenns konar
söfn heyi keppni sín á milli - inn fé, starfslið og bækur. Annar annmarki kerfisins
er sá, hve dýrt það er. Nægir að minna á tvöföld bókakaup.
Um ýmsa vankanta hinnar þýzku safnaskipunar verður ekki nánar rætt hér, en til
þess að sníða þá helztu af bar Wissenschajtsrat í Þýzkalandi fram tillögur árið 1964
um úrbætur. Miðuðu þær að aukinni samvinnu aðalsafna og stofnunarsafna í ýmsum
greinum. Hefur verið eftir þeim farið við nokkra háskóla, og er búizt við, að þær
hafi mikil áhrif á framtíðarþróun þýzkra háskóla.
Á hinn bóginn hafa hin þýzku stofnunarsöfn óvefengjanlega haft mikið gildi fyrir
rannsóknir. Þau eru ekki aðeins yfirgripsmeiri en samsvarandi efnisflokkar í aðal-
safni, heldur hafa þau oft orðið merkustu söfn sinnar fræðigreinar í Þýzkalandi
(allnáið eftir 21, s. 93-95).
Norðurlönd. Enginn vafi er á því, að hið tvískipta skipulag bókasafna í Þýzkalandi
hefur haft mikil áhrif á þróun háskólabókasafna á Norðurlöndum. Allir eldri háskólar
hafa stofnunarsöfn, sem stundum geta orðið mjög stór og litið er á sem sjálfstæðar
einingar aðskildar frá aðalsafni. Þá eru ýmis gömul háskólabókasöfn á Norðurlönd-
um skyldug samkvæmt lögum að varðveita prentskilaeintök. Hafa menn utan háskól-
ans aðgang að slíku efni samkvæmt nánari reglum. Eru háskólabókasöfnin í Ósló og
Helsingfors jafnframt þjóðbókasöfn. Þessi einkenni skipa háskólabókasöfnum á Norð-
urlöndum í nokkra sérstöðu meðal þeirra háskólabókasafna, sem vikið var að í þess-
um kafla (21, s. 6 og 95).
5. MAT LAUSNA
Þegar metnar eru hugsanlegar lausnir á skipulagsvandamálum háskólabókasafns,
verður að greina eftir föngum aðstöðu safnsins og þau skilyrði, sem starfsemi þess er
12