Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 179
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
179
6. NOKKRAR HUGSANLEGAR LAUSNIR
I síðasta kafla var að því vikið, að engin ein lausn er til á vandamálinu hnilun og
dreifing. Svo virðist, að á okkar dögum sé algjör hnitun jafnóhugsandi og algjör
dreifing. Mikil fjölgun stofnunarsafna bendir til, hve hnituð aðalsöfn hafa verið
vanmegnug þess að laga sig eftir hinni hröðu þróun í vísindastarfsemi undanfarin ár.
Á hinn bóginn minna hin þýzku stofnunarsöfn okkur á ýmsa alvarlega annmarka, sem
fylgja algjörri dreifingu. I lausnum þessa vanda verður því að taka tillit til sjónar-
miða þeirra, sem aðhyllast dreifingu, og hinna, sem hlynntir eru hnitun.
Verða nú nefndar nokkrar tegundir bókasafna, sem hafa þótt koma til greina sem
hugsanlegar lausnir skipulagsvandans. Hér er aðeins um dæmi að ræða með stuttum
skýringum. Ekki verður fjölyrt um kosti þeirra og galla.
1. Sviðgreind söfn (e. ‘divisional libraries’). Safninu er skipt eftir efni í stórar
deildir. Hver deild tekur til sérstaks þekkingarsviðs og spannar margar skyldar fræði-
greinar. Þannig gæti safnið t. d. skipzt í náttúruvísindadeild, félagsvísindadeild og
hugvísindadeild. Sviðgreind söfn skiptast ekki í deildir eftir formi efnis. í hverri deild
eru ekki aðeins bækur, heldur og tímarit, filmur, kort, bæklingar og ljósmyndir — eða
aht það efni safnsins, sem telst til sérstaks þekkingarsviðs. Hver deild er venjulega
undir stjórn sérmenntaðs bókavarðar. Gert er ráð fyrir, að allar deildirnar lúti einni
stjórn. Ymis sameiginleg starfsemi - svo sem innkaup, skráning, útlán o. fl. - fer fram
í sérstökum deildum. Er þessi tegund safna ekki óalgeng í Bandaríkjunum (6, s. 57-
58; 7, s. 44-45; 28, s. 146-147).
2. Deildarsöfn (n. ‘fakultetsbiblioteker’). Deildarsöfn geta að minnsta kosti verið
með þrennum hætti. I jyrsta lagi geta þau verið eins og lýst var í kaflanum um skipu-
lag háskólabókasafna í Frakklandi. Hið eiginlega háskólabókasafn skiptist þá í söfn
fyrir hverja deild háskólans, og eitt deildarsafn tekur að sér hlutverk aðalsafns, um-
sjón og samræmingu. í Frakklandi hafa stofnunarsöfnin þó ekki horfið, eins og fyrr
sagði. / öðru lagi skiptist háskólabókasafnið í aðalsafn annars vegar og deildarsöfn
hins vegar. Þá er gert ráð fyrir, að stofnunarsöfn séu fá eða engin. Þó hefur verið á
það bent, að hætt sé við því, að stofnunarsöfn spretti upp jafnhliða deildarsöfnum í
þessu kerfi (23, s. 49). í þriðja lagi eru deildarsöfn eins og þau tíðkast við Óslóar-
háskóla. Hér er raunar ekki um venjuleg söfn að ræða, heldur eins konar miðstöð
eða skrifstofu við hverja háskóladeild, svokallaða deildaþjónustu, sem deildarbóka-
vörður sér um. Deildaþjónustan er tengiliður milli aðalsafns og stofnunarsafna
hverrar deildar. Verður síðar vikið nánar að þessu kerfi (6, s. 57-59).
3. Aðalsafn og samsteypusöfn (n. ‘seksjonsbiblioteker’). Háskólabókasafnið skiptist
í aðalsafn annars vegar og samsteypusöfn hins vegar. Samsteypusafn er safn, sem
spannar skyldar fræðigreinar. Gæti það t. d. verið málvísindasafn, bókmenntasafn eða
safn stærðfræðigreina. Hefur verið litið á safngerð þessa sem tilraun til að leysa af
hólmi það kerfi aðalsafns og stofnunarsafna, sem ríkir á Norðurlöndum. Gætu stofn-
unarsöfn þá sameinazt í samsteypusöfn. Ættu samsteypusöfnin að vera ódýrari í