Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 191

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 191
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA 191 bókfræðiritum, bókum, sem ekki eru beinlínis bundnar námi, tímaritum og öðru efni, sem ætlað er til abnenns lestrar. í hverri stofnun - en þær geta verið stórar í Banda- ríkjunum - er nefnd, sem greiðir fyrir og hefur eftirlit með vali á efni, sem kaupa þarf til stofnunarinnar. Þessi stofnunarnefnd veitir upplýsingar um fjárframlög til stofnunar og fylgist mánaðarlega með fjárhagsstöðunni. Um nefndina fer og vitneskja af ýmsu tæi, sem stofnuninni er fengur í. Einn starfsmaður aðalsafns (helzt í inn- kaupadeild), útnefndur af háskólabókaverði, veitir hvenær sem er vitneskju um fjár- hagsstöðu stofnunar og óafgreiddar pantanir (28, s. 350). Fyrrum þegar bókakaupafé var af skornum skammti, ríkti sú venja í Bretlandi að skipta öllu fénu milli hinna ýmsu stofnana. Bókaval var því eingöngu á vegum há- skólakennara. Engin samræmd bókaöflunarstefna var möguleg. Þá var aðeins séð fyrir brýnustu þörfum stofnana. Var lítið reynt að kaupa bækur í þeim greinum, sem ekki voru kenndar við háskóla að staðaldri, og hið sama gilti, ef engar rannsóknir fóru fram í greininni. Þó kom fyrir í stórum stofnunum, að kennarar kæmu saman annað veifið til þess að ræða bókakaup. Eftir heimsstyrjöldina síðari breyttist þetta. Um leið og framlög til bókakaupa voru stórlega aukin og vöxtur hljóp í útgáfu prentaðs máls, víkkaði mjög starfssvið inn- kaupadeilda. Bókaverðir komu á æ nánara samstarfi við kennara. Þar sem enn er haldið þeim hætti að deila fé niður á stofnanir, eru tilmæli frá stofnun um bókakaup send aðalsafni, sem annast pantanir. Hlutverk aðalsafns í þessum aðstæðum er aðeins fólgið í miðlun upplýsinga; ákvarðanir um bókakaup eru teknar í stofnuninni. A síðustu tímum hafa margir háskólar slakað á hinni fastskorðuðu niðurjöfnun til stofnana og veitt aðalsafni svigrúm í bókavali. I sumum söfnum panta bókaverðir aðalsafns að eigin frumkvæði þær bækur, sem augljóslega eru fræðirit. Um önnur verk, sem vafi leikur á um, eru dýr eða varða ekki beinlínis rannsóknir háskólans, er leitað ráða hjá kennaraliði. I nokkrum brezkum háskólum er eftirfarandi tilhögun samvinnu. Einn úr kennara- liði hverrar stofnunar er tilnefndur sem bókasafnsfulltrúi. Slíkur fulltrúi skal hafa náið samband við starfsfélaga sína og þann sérfræðing aðalsafns, sem ber ábyrgð á bókavali þeirrar fræðigreinar, sem stofnunin sinnir. Þessi síðarnefndi sérfræðingur leitar ráða hjá bókasafnsfulltrúanum, sem getur ráðfært sig við starfsfélaga sína um kaup á bókum og tímaritum. Fulltrúinn sér einnig um, að allar þær bækur, sem til- greindar eru í námsskrá stofnunar, séu pantaðar. í hinni fyrrnefndu brezku nefndar- skýrslu irm háskólabókasöfn er mælt með þessari tilhögun. Þar er litið svo á, að hún bæti upp hin formlegu tengsl, sem ríkja í brezkum háskólum milli safns og stofnana, þ. e. bókasafnsnefndir (21, s. 65 og 67). Eins og fram kemur í þessari ágripskenndu lýsingu á tilhögun bókavals í Banda- ríkjunum og Bretlandi, hefur sá háttur að jafna niður fé á stofnanir verið algengur í báðum löndum. En ekki þykir gefa góða raun að beita þessari aðferð stranglega. Um hana segir svo í hinni brezku nefndarskýrslu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.