Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 197
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
197
10. FÁEIN ORÐ UM UPPLÝSINGASÖFNUN
Varla verður svo skilizt við þetta mál um stofnunarsöfn, að ekki sé minnzt á upp-
lýsingasöfnun, en þörfin fyrir slíka þjónustu er orðin brýn í sumum greinum háskól-
anna.
Þess hefur fyrr verið getið, að sú upplýsingaþjónusta, sem raunvísindagreinar
þarfnast, sé allfrábrugðin þeirri, sem tíðkazt hefur í háskólabókasöfnum (s. 170). Þar
sem ræddar voru „hinar nýju kröfur“, var einnig getið um þessa þjónustu, sem styðst
við upplýsingasöfnun, og nauðsyn þess, að starfslið háskólabókasafna væri sérmennt-
að til þess að annast hana (s. 173). Þetta minnir á þá staðreynd, að sum stofnunar-
söfn háskóla hafa verið talin til sérsafna. Er þá hugtakið sérsafn notað í ögn rúmri
merkingu (shr. 18, s. 656). Athugum nánar, hvað sérsafn er.
Sérsöfn teljast þau söfn, sem saman eru sett til þess að veita vitneskju í smáatriðum
um eitthvert afmarkað efnissvið. Efnissviðið þarf ekki að vera raunvísindalegt. Það
getur verið tengt lögfræði, bankastarfsemi eða saumaskap, en sú vitneskja, sem kraf-
izt er, á að vera markvís, nákvæm og bundin staðreyndum. Auk þessa er þörf á viln-
eskjunni skjótlega. Oftast er eftirgrennslan í formi beiðnar um vitneskju, en síður er
beðið um sérstaka bók eða tímarit, sem fyrirspyrjandi veit að geymir þessa vitneskju
(náið eftir 3, s. 10).
Við þessa lýsingu mætti bæta helztu sérkennum efnis í söfnum raunvísinda og tækni,
en sérsöfn hafa náð mestum þroska í þessum greinum. Tímarit eru langmikilvægasti
hluti safnefnisins. I greinum, þar sem stundaðar eru tilraunir, er mikil þörf á vitneskju
um niðurstöður tilrauna. Rannsóknarskýrslur skipta því verulegu máli. Safnefni úr-
eldist fyrr en í öðrum greinum (21, s. 55-56).
Nú taka háskólabókasöfn til flestra þekkingarsviða, og þau þjóna lesendum á ýms-
um stigum þekkingar, en ekki þröngum hópi sérfræðinga eins og t. d. hin þróuðu sér-
söfn raunvísinda og tækni. Er óhugsandi, að háskólabókasöfn geti látið í té á öllu
þessu áhugasviði þá frumkvæðu þjónustu, sem mörg sérsöfn veita, nema sérmenntað
starfslið þeirra aukist stórum. En ekki er víst, að slíkrar þj ónustu sé þörf í öllum grein-
um (21, gr. 479, s. 122). Um þörf sérstakra fræðigreina hefur dr. Björn Sigfússon
komizt svo að orði og hefur þá íslenzkar aðstæður í huga:
„Margur mun staldra við og spyrja, hvaða söfn eða sérgreinar innan þeirra hafi
þörf til nákvæmustu flokkunar, sem kostur sé á. Með nokkrum sanni má segja, að
eitthvert skeið enn sé hún lítt brýn hérlendis í hinum gömlu hugvísindagreinum há-
skólanna og þeim þáttum í 500, sem eru að meginhluta bein athugun á náttúrunni.
Oðru máli gegnir um rannsóknir víða í 300 og 600, hagræðingu þekkingar fyrir
sjúkrahús, verkfræðifirmu, stóriðjufyrirtæki, sölufyrirtæki á heimsmarkaði, banka,
tryggingarfélög, ýmis ráðuneyti ríkis og borgarstjórnir og nokkra fleiri aðila. Há-
skólarannsóknir munu þróast nokkuð samstiga við þetta allt, og rannsóknarbókasöfn
hlytu að missa mikið af tilverurétti sínum, ef þau næðu ekki forystu í upplýsinga-
söfnun á nokkrum sviðum, sem hér voru tilgreind11 (22, s. 2).