Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 3

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 3
SKINFAXI i 83 Þrastaskógur. Gjafabréf Tryggva Gunnarssonar. „Mér hefir þótt vænt um þá frétt, að Ung-mennafélögin vildu leggja stund á skógrækt til þess, að reyna að bæta landinu upp það, sem harðæri og hugsunarleysi landsbúa hafa liðnar aldir afklætt landið. Sú hugsun er fögur, að vilja klæða landið aftur, þótt ekki sé meir en á smáblettum fyrst í stað, þeir blettir, þótt smáir séu, geta verið öðrum til uppörfunar og eftirbreytni. Þessa hugsun vil ég styðja, og hefi því keypt dálitla Iand- spildu úr Ondverðarnestorfunni i Arnessýslu, sem ég með bréfi þessu gef og afsala Ungmennafélagi íslands, til fullrar eignar og afnota, með öllum þeim réttindum, sem ég hefi eignazt nefnt Iandssvæði, sem er að stærð 140/2 vall- ardagslátta, og álitið hentugt til skógræktar. Eignarskjöl fylgja hér með, er sýna landainerki og stærð. Óska ég svo hinum nýju eigendum til hamingju, að þeirn með ástundun heppnist að klæða þcssa landspildu í grænt skrúð, sér sjálfum til ánægju og öðrum (il fyrirmyndar. Tlina afhentu landspildu má Ungmennafélagið ekki selja né veðsetja. En skyldi mót von minni fara svo, að félagið upp- hefjist eða þreytist á að rækta blettinn, áskil ég að hann gangi til Landssjóðs íslands og verði hans eign til skógræktar. Reykjavík, 18. október 1911. Tryggvi Gunnarsson“.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.