Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 8
88 SKTNFAXI ur seint, að láta flögin gróa, en það smátosast áfram, svo að bráðum verða engin l'lög í Þraslaskógi. Miklu fleira liefir verið gert í Þrastaskógi, og miklu meira þarf að gera þar í framtíðinni, og ætla eg að nefna sumt af því. Það þarf t. d. að grisja hann, þar sem ekki er húiði að því, og það er dálítið. Að því loknu þarf að hefja aðra umferð og grisja það, sem fyrst var byrjað á. Einnig þarf að bæla við göturn- ar, sem eg liefi nefnt hér að framan. Það þarf lika að planta miklu mcira af plöntum í skóginn en búið er að gera. Svo þyrfti að vinna mikið verk og erfitt, en það er að slétla stóra flöt rétt lijá Tryggvatré, í botninum á stórum dal eða hvammi. Þetta á að verða leikvöllur, svo að fólk geti leikið sér þar og stundað íþróttir, t. d. þegar ungmennafélagar koma þar sam- an. — Þá finnst mér að ætti að halda námskeið í skógrækt í Þrastaskógi á vorin, og ætti vel við að byrja á því næsta vor, i tilefni af aldarafmæli Tryggva Gunnarssonar. Þar mætti kenna að grisja og iiirða gamlan skóg, og að planta og rækta nýjan skóg, og margt fleira. Eg held, að það mætti búast við mik- illi aðsókn að slíku námskeiði, og að því gæti orðið mikið gagn, svo að það verður vonandi lialdið. Þórður J. Pálsson. Þura í Garði steig út úr farþegabíl og spurði, hvað farið kostaði. Bíl- stjórinn vildi fá hotn í vísu: Oft hafa svalað sárum þorsta súr og freðin krækiber. Þura botnaði samstundis: En cr þér sama, livað þau kosta og hver hefir tínt þau handa þér?

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.