Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 15

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 15
SKINFAXI 95 Ófyrirgefanlegt væri það einnig, að ganga orðalaust fram hjá hinum næsta auðugu og fjölskrúðugu bók- menntum vorum frá síðustu hundrað árum. Eðlilega er þar ekki allt þungt á gullvog gagnrýninnar. En mikla andans auðlegð og fegurð er að finna i ritum liöfuðskálda vorra frá þeirri tíð, hvort lieldur er í bundnu máli eða óbundnu. Þörf gerist eigi að þylja nöfn þeirra; þau munu ykkur öllum i fersku minni. Það eitl er víst, að stórt rjóður yrði böggvið i skóg- lendi bókmennta vorra, ef bið bezta, sem þær liafa augazt að á síðustu hundrað árum, væri brott num- ið. Arfleifð vor bin islenzka yrði fyrir það stórum fáskrúðugri og fátækari. En íslenzk arfleifð vor er ofin fleiri þáttum. For- feður vorir voru brautryðjendur þjóðfrelsis og lýð- ræðis. í merkilegri ritgerð um stjórnarskipun og lög lýðveldisins íslenzka kemst prófessor Ólafur Lárus- son, sem er þeim hnútum manna kunnugastur, svo að orði: „íslendingar hinir fornu iiafa reist sér veg- legan minnisvarða einnig þar sem er löggjöf þeirra“. (Tímarit Þjóðræknisfélagsins, 1930). Trúin á mann- gildið og' virðingin fyrir einstaklingnum, grundvall- ar-atriði í lífsskoðun forfeðra vorra, eru skráð ljósu letri í löggjöf þcirra. Að stjórnfrelsislegum og félags- legum þroska voru þeir langt á undan samtíð sinni. Ilér er sannarlega um merkilegan menningararf að ræða. En nokkur ábyrgð fylgir þvi einnig, að vera arftakar þessara „frumherja frelsis“. Umhugsunin um það ætti að hvetja oss til drengilegrar og frjósamrar þátttöku í þjóðfélagsmálum. Ekki er þess að dyljast, að í orðsins lisl hefir ís- lenzk listhneigð lengstum fundið sér frumrás og hæf- an búning á liðnum öldum. Sérfræðingar í tónmennt lialda því samt fram, að myndazt liafi „sérstæður íslenzkur still í alþýðusöng“ (Emil Tlioroddsen). Hljómlist, í viðtækari og æðri merkingu þess orðs,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.