Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 17

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 17
SKINFAXI 97 á stærstu steinum, vænti eg, að það sé augljóst orð- ið, að eg fór ekki með öfgar einar eða ímyndun, þegar eg sagði í byrjun máls míns, að vér íslending- ar værum stórauðug ])jóð að andlegum verðmætum. Það er þá einnig sérstaklega af þrem ástæðum, að eg liefi, við þetta tækifæri, dregið liuga yðar að auð- legð og fjölbreytni íslenzkra erfða. í fyrsta lagi vegna þess, að þær ættu að vera oss hin öflugasta eggjan til góðra verka og stórra; í öðru lagi vegna hins mikla menningarlega gildis þeirra; og í þriðja lagi vegna þess, að þekking á þessuin erfðum vorum er oss nauðsynleg til dýpri og sannari skilnings á sjálf- um oss. Eg skal aðeins dvelja við síðasta atriðið; — ætt- arerfðir vorar og aukinn skilning á skapgerð vorri; og nægir i því sambandi, að benda á þenna mikil- væga og löngu viðurkennda sannleika: í bókmennt- um og listum þjóðar hverrar klæðist innsta eðli henn- ar hlutrænum búningi. Þar birtast oss bæstu hug- sjónir hennar og dýrustu draumar, sorgir bennar og gleði, sigrar hennar og ósigrar; segja má, að þar get- um vér lieyrt hjartslátt hennar og andardrátt I is- lenzkum bókmenntum og listum, einkum þó í hinuni fvrrnefndu, er geymd lífsreynsla ])jóðar vorrar, sem keypt hefir verið dýru verði í þrautum þúsund ára; þar er að finna þá lífsspeki, sem hún hefir eignazt gegnum aldaraðir. Þjóðarsálin íslenzka, eins og liún hefir þroskazl við eld og is, í meðlæti og mótbyr, lifir og brærist í bókmenntum voruin. Auðsætt er þá einnig, livcr uppsprelta þær geta orðið oss til auk- innar sjálfsþekkingar. 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.