Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 21

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 21
SKINFAXI 101 landi, að sjá drukkinn mann, svo alvanalegt, að það þykir ekki tiltökumál. Drykkfelldum mönnum er líka trúað fyrir trúnaðarstöðum þjóðfélagsins. Og drukknum mönnum er látið líðast að liafa sig i frammi á veitingahúsum, dansleikjum og almemium samkomum. Drykkjuskaparóregla á sér jafnvel stað i skólum. Þess væri óskandi, að ungt og uppvaxandi fólk færi að líla á þetta, eins og börnin i Spörtu litu á drukknu mennina, sem þeim voru sýndir. Börnin sáu, að svona mættu siðaðir menn ekki liaga sér. Eins ættu uppvaxandi ungmenni að líta á óregluna hér á landi. Þvi miður er það liðið, og litið að því fund- ið, að menn drekki um of, þótt það sé í raun og veru lil vanvirðu fyrir alla parta. Þetta orsakast af, að siðmenning okkar íslendinga er miklu veigaminni, en oft er gumað af. Ymsar aðrar þjóðir eru hófsamari og liáttprúðari, og gera meiri kröfur en við. Það má ferðast vikum saman um ýms Evrópulönd, þar sem nóg er af ódýru víni og öli á boðstólum, án þess að sjá ölvaðan mann á almannafæri, nema mjög sjaldan. Það er ekki af þvi, að menn neiti sér um áfengi, heldur vegna þcss, að fólkið gerir strangari lcröfur um framkomu í dag- legu lifi, heldur er hér á sér stað. íslenzkur mennta- maður, vandaður og bindindissinnaður, sem stundaði allt sitt háskólanám i París, hefir sagt mér, að liann hafi aldrei séð þar drukkinn stúdent. Ekki af því, að franskir slúdentar séu bindindismenn, heldur af því, að þeir eru í þessari grein svo siðlátir, að þeir myndu l'yrirverða sig fyrir að kunna sér ekki hóf. Því miður eiga íslenzkir námsmenn langt i land í þessu tilliti. Það þýðir lílið að setja ströng lög um notkun áfeng- is, þegar siðferðiskröfurnar vantar. Vínmálið er menn- ingarmál. Þið, sem ung eruð, gelið unnið mikið að þættu siðferði þjóðarinnar, ef ykkur er ljóst, live of-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.