Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 23

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 23
SKINFAXl 103 Tóbak hefir þekkzt í Evrópu síðan á 16. öld, og er það ýmist reykl, tekið upp í sig eða í nefið. Frakk- neskur maður, að nafni Nicot, kom fyrstur manna með tóbaksl)löð til Frakklands, og eftir honum hefir eiturefnið í tóbakinu verið nefnt „nikotin“. Vitanlega er ekki mikið eitur í einni sígarettu eða tóbakstölu, en safnast þegar saman kemur. Svæsnir tóbaksmenn fá tóbakseitrun. Tóbakið fer einkum illa með hjart- að og sjóntaugina. Menn fá hjartsiátt og mjög tið æðaslög; sjónin getur daprazt, og það getur jafnvel komið fyrir, að mestu óhófsmennirnir missi sjónina um tíma. Vitanlega er þetta sjaldgæft, en þó gefa þessi alvarlegu atvik visbendingu um, að nota ekki tóbak, nema með gætni. Flestir, sem neyta tóbaks, liafa orðið veikir af því i byrjun, fengið vanlíðan og jafnvel uppsölu. Fjöldi tóbaksmanna fær við og við hjartslátt, velgju, svila og slappleika. Þetta eru almenn áhrif á taugakerfið. En auk þess eru stað- bundin áhrif, einkum í kverkunum, og mikið af þess- um sífelldu ræskingum og kjöltri hjá ýmsum mönn- um, er tilkomið af tóbaksskemmdum í slímhúðinni í liálsinum. En það er þýðingarlaust, að draga eingöngu fram skuggahliðarnar á tóbaksnotkuninni; óneitanlega lief- ir tóhakið nokkra kosti, því annars mundi það ekki ahnennt notað. Eins og flestir hafa orðið varir við, er að því mikil augnabliksnautn, fyrir vana tóbaks- menn; þeir hressast vel í svipinn, og hafa daglega nautn af tóbaksbrúkun. Mennirnir eru nú einu sinni þannig gerðir, að eitthvað þurfa þeir að hafa sér til nautnar og skemmtunar. Til skólabarnanna vildi eg segja þetta, út af tó- bakinu: Þið hafið verið frædd um, að tóbakið fer illa með hálsinn, hjartað, taugakerfið og sjónina, ef fullorðnir menn neyta þess meira en góðu liófi gegn- ir. En þið megið trúa þvi, að tóbakið vinnur börn-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.