Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 38

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 38
118 SKINFAXI Þar dró liann fyrir sólu. Og nokkrum minútum síðar fóru fyrstu droparnir að gera vart við sig. — Hann er að koma á! Hann er að koma á! hrópaði Kristín gamla með skelfingu í röddinni. Og augna- hvarmarnir voru ekki lengur kipraðir af eldhúsreykn- um, heldur uppglenntir og starandi. Hún hamaðist ennþá meira, stóð enn gleiðara, kreppti hendurnar fastara um hrífuna og heit á jaxlinn. En Halldór skaut fram kröftugu biótsyrði. Eg liafði aidrei Iieyrl neitt þvílikt frá hans munni áður. Þetla voru varnir öreiganna í liinu tilhliðrunarlausa stríði við óvæg náttúruöflin. — En nú dembdist skúrin yfir. Fyrst hæglátir og strjál- ir dropar, en síðan samfelld skvetta. Það var eins og hellt væri úr skjólum yfir okkur í sífellu. — Hætlið að taka saman og flýtið ykkur inn, kall- aði Ilalldór. Málrómurinn var eins og lijá þeim, sem gefa upp alla von og leggja árar i hát. Eg lét ekki segja mér þetla tvisvar, fleygði frá mér hril'unni og hentist heim að hænum. Kristín gamla kom tifandi á eftir; öðru hvoru leit hún við og taut- aði þessi innihaldsríku orð: — Og allt lieyið var þurrt, allt lieyið var þurrt. Þegar hún kom inn, lífgaði liún eldinn með kunn- áttusamlegum handatiltektum, og setti kaffiketilinn á hlóðirnar. Svo settist hún fyrir framan glóðina, stakk höndunum undir strigasvuntuna og varð fjarræn og ömurleg á svipinn, áþekkust litlu og svöngu harni, sem er að hugsa um draum sinn úr heimi lystisemd- anna frá nóttinni, sem leið. Og í hjákátlegri, barnalegri einfeldni söng hún þetta fagra ljóð, sem átti svo vel heima við þurrk dagsins og rigningu, og strið öreiganna. Hún söng það lágt og með skrykkjóttum tónum, og reri:

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.