Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 41

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 41
SKINFAXI 121 Það er haust og húm yfir löndum og heyrnin er orðin sljó. Nú heyri ég aðeins óminn frá æskunni — það er nóg. Ég reyni að renna á ldjóðið, ég reika um ókunn lönd. í sál minni ríkir sumar, en sorli á aðra liönd. Það er haust og húm yfir löndum og héla í grænni rót. Nú fljúga syngjandi svanir sævarins ólgu mót. Við megnm ei missa kjarkinn, því mátturinn skapar trú. Ég uni vð etdsins birtu og ómandi lífsins bú. Það er haust og húm yfir löndum en heiðríkja bak við ský. Og dreymandi stendnr storðin við stormanna átök ný. Nú fölna fegurstu blöðin — foldin er dauða hljóð. Og björkin gráleita grætur; af greinunum drýpur blóð. Það er haust og húm yfir löndum en helkalt um byggð og fjörð en eldurinn lýsir leiðir. um lifsandans fjalla skörð. Nú væri mér andans óður einkar hagsæll og kær. Sjá, löndin lyftast úr hafi og lifsþrá i brjósti slær. Ó s k ar Þ ó r ð a r s o n, Haga i Skorradal.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.