Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 44

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 44
124 SKINFAXI Breiða og taka saman sama lieyið livað eftir annað, án þess nokkuð vinnist með þvi. Vinnan verður erf- iðari, verkin seinunnari. En um leið verður ágóðinn, verkalaunin, minni og rýrari. Við aðra atvinnu er svona misræmi -—- meira starf, minni laun — lalið ranglæti, sem eigi og sé venjulega iiægt að lagfæra með valdi. Bóndinn — þ. e. a. s. sá bóndi, sem kann verk sitt — hefir að vísu ýms ráð til þess að minnka eða koma í veg fyrir það tjón, sem annars leiðir af óhag- stæðu tiðarfari. Þó hlýtur honum alltaf að stafa hætta al' langvinnum þurrkum á sprettutíma, stórrigning- um, frostum og skordýraplágum. 1 baráttunni gegn slíku liefir bóndinn engin önnur vopn en sína eigin sterku handleggi og vonina um betra gengi — næsta ár! Hvers virði er land án hugrakkrar, þróttugrar og vel mannaðrar bændastéttar. Sérfræðingar nútímans telja landbúnað vandasama og torlærða atvinnu, og það með fullum rétli. Bóndinn þarf mikla og fjöl- þætta kunnáttu og helzt þjálfun, allt frá barnsaldri. Ef það er rétt, að sonurinn sé oft fallinn til sama lifsstarfs og faðir hans vann, gildir það vafalaust ekki livað sízt meðal bænda. Þeim ríður svo mikið á, að lifa sig allt frá blábernsku inn í liina tilbreyt- ingaríku og skiptulu smámuni starfanna, — að temja sér að mæta þessum niörgu máttarvöldum, sem mað- urinn ræður ekki við, með einskonar seigri rósemi, sem aldrei verður vonlaus. Þess vegna þarf landbún- aður og jarðyrkja að verða lifandi áhugaefni ung- lingsins og prófsteinn, ekki einasta á likamsþrek hans, lieldur einnig gáfur hans. Já, land án þróttugrar, menntaðrar bændasléttar er illa komið! Það liafa menn séð fyrir löngu í Banda- ríkjunum, þessu forgöngulandi í iðnaði og verzlun. Þar liafa menn því lengi haft opin augu fvrir ])eirri

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.