Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 52

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 52
132 SKINFAXI Tryggvi Þórhallsson. F. 9. febrúar 1889. D. 31. júlí 1935. „Aldarfjórðung-safmæli Ungmennafélaganna rifjar upp beztu minningar mínar frá unglingsárunuin. Ungmennafclögin hafa mótað mig meir en nokkur annar félagsskapur, og urðu mér til óumræðilegs gagns. Þar eignaðist eg |iá vini og samverkamenn, sem eg tel mér hina mestu gæfu að hafa eignazt. Um allt var Ungmennafélagsskapurinn svo heilbrigður, farsæll og hressandi, þau árin sem eg naut hans, að slík- an félagsskap vildi eg helzt kjósa börnum mínum til handa.“ — Með þessum orðum, er Tryggvi Þórhallsson reit i Skinfaxa á 25 ára afmæli U.M.F., viljum vér nú minn- ast hans látins. Slík orð frá Tryggva Þórhallssyni eru Ungmenna- félagsskapnum ósegjanlega mikils virði. Þvi að Tryggvi Þórhallsson var einn þeirra fáu manna, sem allt, sem „mótað“ hefir hann, liefir hina mestu sæmd af.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.