Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 57

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 57
SKINFAXl 137 vildi óska að ég gæti þakkað ykkur svo sem vera bæri, þann stóra þátt, er þið áttuð ,í því, að gera það svo dásamlega fag- urt og minningaríkt. — Ég er sjálf svo lítils megnug, en ég vil biðja allar góðar vættir að launa ykkur — og að styrkja ykkur til framtíðar starfsemi, iandinu okkar til heilla og ham- ingju. Skilnaðargjöfin, nýja útgáfa fornsagnanna, var mér kærasti kjörgripur. — Það var sem fagur draumur rættist strax og maður vaknaði, er ég eignaðist þær. Frá því ég var barn hefir hugur minn dýrkað þær. — Ég les þær enn mér til endurnæringar þegar flest annað bregzt. Hafið þið alúðarfyllsta þakklæti mitt fyrir þátt-tökuna í heimkomu minni, og fyrir þessa dýru gjöf. Gangið á guðs vegum og gæfunnar, alla daga. Svo kveð ég ykkur kærst. Jakobína Johnson. TIL U. M. F.í. Ann ég örnefnum, ann ég fornhetjum, ann ég söngvum og sögnum; — en heitast ann ég þér, unga ísland! Verndi þig vorsins dís! Frami og framtíð forna Iandsins, er þér í lófa lagin. — Gríp með djörfum hug og dyggu hjarta stjórnvöl styrkri mund! Jakobína Johnson. Sumarið 1935.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.