Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 58

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 58
138 SKINFAXl Ungnr fullliugl. Á síðastliðnu vori heimsótti eg nokkur Ungmennafélög iá Austurlandi, á vegum U.M.F.Í. Á í'yrsta fundiuum, sem eg hélt, en hann var i U. M. F. Skrúð í Fáskrúðsfirði, kom fyr- ir skemmtilegt atvik, sem eg tel þess vert, að fara nokkrum orðum um það. Á fundinum flutti eg erindi um framtíðar- starfsemi U. M. F. Því næst voru rædd þau mál, sem félagið gæti tekið til framkvæmda á næsta starfsári. Við Idið mér sat 12 ára drengur, sviphreinn og hjart- ur yfirlitum. Hann heitir Unnsteinn Stefánsson. Hann talaði, blaðalaust, og hvatti ungmennafélagið til að halda sundnámskeið á komandi sumri. Ræða hans var flutt á sérstaklega góðu máli. Hann sýndi fram á nauð- syn og ágæli sundiþróttarinnar, og að möguleikar væru fy-rir hendi, ef ekki vantaði áhuga og samtök. Þetta mætli þó nokkrum andmælum hjá formanni félagsins, sökum ýmsra erfiðleika, sem hann kvað vera á því, fjárskort og tímaleysi. Unnsteinn talaði ]>á aftur og kvaðst hafa athugað málið nákvæmlega og lagði fram kostnaðaráætlun. Eflir tillögu minni var þá Unnsteini falið að sjá um framkvæmd i þessu máli, án þess þó að það hefði verulegan kostnað í för með sér fyrir félagið. Nokkrum vikum síðar var fulltrúafundur U. M. F. Auslfjarða haldinn að Stöðvarfirði. Þar mætti for- maður U. M. F. Skrúðs. Tjáði hann mér, að námskeið i sundi hefði verið haldið og borið góðan árangur; var hann mjög ánægður yfir því. Æfiugar fóru fram í sjó

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.