Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 67

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 67
SKINFAXl 147 4 eða 5 flokkar, sem lierjast um völd yfir líl'skjör- um og menningu íslendinga, heldur Iveir meginað- ilar liér, sem annarsstaðar í heiminum nú: Annars- vegar au&vald og fasismi í ýmsum myndum, hins- vegar alþýðan og hinn róitæki málstaður — æskan og menningarþróunin. Öll frjálslynd og róttæk al- þýðuæska á að leggjast á eitt og taka höndum sam- an, livar sem er á landinu, um þessi * hugamál sín og lífsskilyrði. Þau eru liennar sameign, livaða vinstri flokks sem einstakingarnir kunna að telja sig til. Hún getur unnið stórsigra í þágu lífskjara sinna og menn- ingar, ef hún skilur samtakamátt sinn, hugsar málin víðsýnt og raunsætt og lætur ekki erfiðleikana, sem nú hjóða henni til fangbragða, kæfa hjá sér Irúna á mátt sinn og megin, samtök sin og menningar- möguleika. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér og verðum afturhaldi og fasisma að hráð. Hér á íslenzk alþýðuæska lif sitt að verja, drauma sína, ætlunarverlc sitt, ákvörðun sína — framtíð þjóðar sinnar og sjálf- stæði. Höfum við ekki eitthvað að verja, eitthvað að berjast fyrir? Iiníga ekki rök öll og reynd að því eina nauðsynlega, að öll róttæk og framsækin alþýðuæska á Islandi stilli krafta sína til sameigin- legra átaka í baráttunni fyrir hsðttum lífskjörum sínum og menningarskilyrðum, sem um leið er bar- áttan fyrir frjálsri þjóð í frjálsu landi, ræktaðri þjóð í ræktuðu landi? íslenzkt æskulýðssamband er enn ekkert til, sem rúmi hin ýmsu framsæknu, frjálslyndu og róttæku æskulýðsfélög. En þau eru aftur mörg og útbreidd. Auk ungmennafélaganna má og nefna æskulýðsfélög hinna vinstri stjórnmálaflokka þriggja, ýms íþrótta- félög, málfundafélög, nemendasambönd alþýðuskól- anna, bindindisfélög o. 11. Öll þessi félög hafa sam- eiginlega á að skipa beztu kröftum íslenzks æsku- 10*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.