Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 72

Skinfaxi - 01.12.1935, Side 72
SKINFAXI 152 um á ári og kosta fimm krónur árgangur. Auðvitað er afkoma þess og æfilengd undir því komin. að kaupendur þess verði nægilega margir og — skilvísir. Konráð Gíslason var einn af aðalstofnöndum U. M. F. Eyr- arbakka 1920, þá 15 ára gamall, og starfaði fyrst í þvi félagi. En skömmu siðar fluttist hann til líeykjavíkur og hefir látið íþróttamál þar allmikið til sín taka. Er hann i Glimufélaginu Ármanni og tók m. a. þátt í sýningarför þess til Þýzkalands hér um árið. Má vænta hins hezta af hinu nýja íþróttablaði undir stjórn hans. íþróttaskóli Jóns Þorsteinssonar. Jón Þorsteinsson íþróttakennari er löngu þjóðkunnur mað- ur, fyrir óvenjulegan dugnað og eitilharðan áhuga í starfi sínu. Eigi sízt er hann kunnur meðal ungmennafélaga, því að í ungmennafélögunum kom hann fyrst fram, fyr- ir þau hefir hann unnið mikið, og allt sitt starf í anda þeirra. Nú hefir Jón færzt i fang það stórræði, að reisa fullkomið íþróttahús í Reykjavík, og er það full- gert um það leyti, sem þetla liefti kemur út. Hús- ið stendur við Lindargötu, andspænis Þjóðleikhúsinu nýja. Er l>að 31,50 m. langt, suðurendi þess 10,0 m. breiður, en norðurendinn 11,78 m. Tveir leikfimis- salir eru í húsinu, hinn minni 17,00x7,50 m., en hinn stærri 20x11.35 m. Er það stærsti og að öllu leyti vandaðasti leikfimis- salur landsins. Hvorum sal fylgir steypibað og tvö búnings- herbergi. Auk salanna er í húsinu baðstofa eftir nýjustu sænskri fyrirmynd, skrifstofa og íl)úð Jóns' Þorsteinssonar o. fl. Þetta nýja hús Jóns Þorsteinssonar er án efa stærsta, full- komnasta og veglegasla íþróttahús landsins. Hann einn, fá- tækur hugsjónamaður, ræðst hér í meira en fjölmenn íþrótta- Jón Þorsteinsson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.