Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 75

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 75
SKINFAXI 155 iSíðan eru liðin sex ár, og getur varla talizt, að nafn J. M. hafi sézt á prenti á þvi timabili. Hann hafði stofnað hús- gagnaverzlun í Rvik, og voru ýmsir teknir að ótlast um skáld- gáfu hans i sambýlinu við kaupmennsku og fjármálaþvarg. En nú í haust kom þriðja ljóðabók Jóns Magnússonar, Flúðir, og munu margir liafa opnað hana bæði með fögnuði ■og forvitni. Er það skemmst af bókinni að segja, að hún efnir meira en það, sem lofað var með fyrri bókunum. Meginhluti þessarar nýju bókar er tveir ljóðaflokkar: Víg- vellir og Úr æfisögu Björns sýslumanns. Eru þeir báðir yndis- lega snjallir og sterkir, í látleysi sínu og einfaldleik. í fyr- nefnda flokknum grípur skáldið nýjan streng á hörpu sinni, ádeilustreng, sem hljómar með hita og vandlætingu. Og hann bregður þar upp myndum svo lifandi og skýrum í fáum drátt- um, að af ber. Þetta sýnishorn verður að nægja, úr kvæð- inu Vopnasmiðjur: Risasmiði velta milli véla. Vígatólin ört af stokkum hlaupa. Markaðurinn gleypir gersemarnar. — Gróðaherrar striðsins selja og kaupa. Og rétt á eftir þessi lýsing á verkamönnunum í vopna- smiöjunni: Höfuð þeirra hugsar ekki framar. Höndin fálmar skynlaust eftir taki. Lífsins magn er dautt úr öllum æðum. Aþján hvilir þeim á lotnu baki. Jón Magnússon er karlmannlegt alvöruskáld, laus við vol og bölsýni, en skortir líka leik og glettinn hlátur. Verður ]>að helzt fundið að kvæðum hans, og skal þó játað um leið, að ósanngjarnt er að krefjast af honum allra kosta. Vonandi þurfa menn ekki að bíða sex ár eftir næstu Ijóðabók hans. Gunnar M. Magnúss: Brennandi skip. Lesendur Skinfaxa þekkja Gunnar M. Magnúss kennara og rithöfund. Hann hefir skrifað nokkrar snjallar greinar i þetta rit. í næstsiðasta hefti voru tveir kaflar úr nýrri Reykjavikur- sögu eftir hann og vöktu töluverða eftirlekt. Nú er skáldsaga þessi komin út og heitir Brennandi skip. Lýsir hún nokkru tímabili úr æfi fátækrar verkamannsfjölskyldu, en auk þess kemur klerkur einn, konsúlsfjölskylda og fleira fólk við sögu. Mest er þó sagan um börn verkamannsins, einknm Ingiald litla, og er drengnum snilldarlega lýst og þeim áhrifum, sem

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.