Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 77

Skinfaxi - 01.12.1935, Síða 77
SKINFAXI 157 Jiögu, sem heitir Jlamma litla, eftir E. de Préssensé. — Um 4jfni bóka þessara þarf ekki að fjölyrða, þar sem þær eru vald- ar úr úrvali, sem Alþjóðaskrifslofa uppeldismála hefir gert úr æskulýðsbókmenntum allra þjóða. En þýðingin virðist vera prýðilega af hendi leysl. Og allur frágangur bókanna er betri en hér er algengt á barnabókum. Þá hefir Þ. M. J. og gefið út æskulýðssögu, er heitir Sunn- evurnar þrjár, eftir norska konu, Margit Ravn, sem er meðal vinsælustu ungmeyjarrithöfunda Norðmanna, eftir þyí sem segir í norskum blaðadómum á kápunni. Helgi Valtýsson hefir þýtt bókina — fjörlega, en á miður hreint mál. Fimmta unglingabókin heitir Sesselja síðstakkur og fleiri sögur, eftir Ilans Aanrud, einn af skemmtilegustu unglingá- höfundum Norðmanna, en Freysteinn Gunnarsson hefir þýlt. Þetta eru mjög prýðilegar sveitalífssögur frá Noregi, vel sagð- ar, og enginn efar, að Freysteinn skólastjóri kunni að þýða. En Sella síðstakkur var áður til í góðri þýðingu eftir Helga Valtýsson, og virðist þarfara hefði verið að leggja verk í að þýða aðra úrvalsbók en að endurþýða þessa. Egill Þorláksson: Bernskunvál. Egill Þorlákssön, kennari í Húsavík, gaf út Stafrofskver fyri fáum árum. Bernskumál eru lesbók handa litlum hörn- um, senv lokið hafa stafrofskveri. Hún er mjög prýðilega samin, skemmtileg og liefir að geyma verkefni fýrir börnin að glíma við, eins og vera ber. Myndir og prentun hcfði þurft að vera betri. A. S. Skáldsaga af Suðurlandi. Á jólaföstunni 1933 kom út ljóðabók eftir ungan Rangæing, sem þá var nemandi i kennaraskólanum. Bókin hét: Ég heilsa þér, en höfundurinn Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga. Ljóðabók þessi var 112 bls., en kvæðin 51. Kvæðin voru tals- vert misjöfn, eins og vonlegt var, þar sem um frumsmíð var að ræða, en þó voru sum þeirra svo ágætlega ort, að eigi varð dregið i efa, að hér mundi á ferðinni eftirtektarverður nýgræðingur í íslenzkum bókmenntum, sem vænta mætti mik- ils og góðs af, með auknum þroska og þekkingu. Yrkisefnin voru margvisleg og skulu hér nefndar nokkrar fyrirsagnir, er sýna fjölbreytnina, teknar af handahófi: Kaupakonur, Vega- maðurinn, Laugarvatnsskólinn, Þverárbrú, Þú tilfinning, Stúlk- an, sem ég sveik, Bylting, Einar Þveræingur, Kári Sölmundar- son, Vormorgunn, Nótt o. s. frv.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.