Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 80

Skinfaxi - 01.12.1935, Page 80
160 SKINFAXI „Fastatökur“, langa skáldsögu, og smásagnasafn cftir HeSin Brú, hinn unga, glæsilega rithöfund; og smásagnasafn eftir Sverri Patursson, bróður Jóannesar, ágætlega ritfæran mann. Félagsmál. Fræðsluhringir. Ýms U. M. F. liafa komið á hjá sér fræðsluhringastarfsemi, og líklegt að fleiri bætist við. Er U. M. F. Velvakandi í Reykja- vík þar fremst i flokki, og hefir nokkra hringa starfandi. Félög úti um land, er vilja fá upplýsingar og leiðbeiningar um starfsemi þessa, geta snúið sér um það til kennaranna Skúla Þorsteinssonar formanns U. M. F. V., Egilsgötu 30, og Eiríks Baldvinssonar, Laugavegi 20 B. — Bók Friðriks Ásmundss'on- ar Brekkans: Alþýðleg sjálfsfræðsla, fæst með góðum kjörum hjá Stórstúku íslands. Heimboðið. Sambandsstjórn U. M. F. í. þakkar þeim ungmennafélögum og einstökum félagsinönnum, sem stuðluðu að því með fjár- framlögum og á annan hátt, að heimboð vestur-íslenzku „skáld- drotlningarinnar“, frú Jakobínu Johnson, mætti fara vel úr hendi. Ber þar fyrst og fremst að þakka heimboðsnefndinni, sem leysti mikið starf af hendi með prýði. Bréf og Ijóð skáldkonunnar, sem prentað er hér að framan, barst sambandsstjóra, er þetta hefti var meira en hálfprent- að. Gjöfin, sem þar er talað um, nýja fornritaútgáfan, er frá U. M. F. Velvakandi. Auglýsingar í Skinfaxa. Ásthildur Kolbeins hefir tekizt á hendur auglýsingaritstjórn Skinfaxa. Lætur hún þess getið, að hún birti aðeins auglýs- ingar um vörur, sem mæla má með. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.