Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 12

Skinfaxi - 01.02.1937, Side 12
12 SKINFAXI búning fundarins. í Englandi tóku t. d. um 40 fé- lagasambönd þátt i þessum undirbúningi. Voru það jafnt íhaldsfélög sem kommúnistafélög, æskulýðsfé- lög kaþólskra manna og kvekara. Með sama liætti var og stofnað til frönsku sendinefndarinnar, og yfir- leitt voru fulltrúar fundarins mjög sundurleitir að lífsskoðunum og stjórnmálastefnum. Kaþólskir menn tóku yfirleitt mjög drengilegan þátt í undirbúnings- starfinu, einkum framan af. En er á leið, fór íiijög að draga úr starfi þeirra margra, og var það sam- kvæmt vísbendingu frá Rónx. Kaþólska kirkjan for- dæmdi að vísu ekki formlega fundinn né tilgang lians, en heldur mun liafa andað köldu lil hans það- an. Víðast hvar létu kaþólskir menn þó ekki af sam- starfinu, og áttu þeir mjög marga fulltrúa þarna og settu greinilega svip sinn á umræður fundarins og starf lians allt. Franskur rithöfundur og blaðamað- ur, sem fulltrúi var á fundinum, gerði og i snjöllu máli, sem góður rómur var gerður að, grein fyrir afstöðu kaþólskrar kenningar til friðarmála. Mjög mikla þýðingu fyrir starf fundarins hafði og það, að ýms alþjóðfélög átlu þar fulltrúa og höfðu unnið að undirbúningi hans. Má nefna til dæmis: Alþjóða- samband skáta, Alþjóðasamband stúdenta, Alþjóða- hjálp stúdenta, Alþjóðasamband kristinna stúdenta, og þannig mætti lengi telja. Alls urðu fulltrúar um 750, frá 36 löndum. Fjöl- mennust var sendinefndin frá Frakklandi, 105 full- trúar. Fulltrúar frá Englandi voru 100, frá Bandaríkj- unum 54, Tékkóslóvakíu 60, Júgóslavíu 52 o. s. frv. Frá Þýzkalandi kom enginn fulltrúi. Var fundur þessi lxannfærður þar í landi. Voru ítrekaðar tilraun- ir gerðar til þess að fá þaðan fulltrúa, en svörin voru ýmist þau, að þýzkum æskulýð væri ekki samboðið að vinna með kaþólskum mönnum, eða þá að full- triiar kæmu frá Þýskalandi, ef kommúnistum væri

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.