Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 91
SKINFAXI
91
íslenzkar vörur — íslenzkt mál.
Eins og kunnugt er, hefir íslenzkur iðnaður aukizt gleði-
lega mikið síðustu ár, bæði að fjölbreytni og magni. Og með
vaxandi kunnáttu og tækni batnar framlelðslan, svo að vöru-
gæði svara nú oftast þeim kröfuni, sem gera verður um þau,
og þola samanburð við erlenda framleiðslu.
En í einu efni gera ýmsir iðnaðarmenn vorir sig bera um
slíkan sóðaskap og þvílíkt smekkleysi, að furðu gegnir. En
það er i vali þeirra vöruheita, sem þeir prenta eða móta eða
festa á annan hátt á vörur sinar. Oftast eru vöruheitin hrein-
erlend eða hálferlend, en stundum heimagerð skrípi. Hirðir
Skinfaxi eigi um að telja upp dæmi um þetta, en hver maður
getur séð þau í næstu húð.
Góðar íslenzkar vörur eiga að bera islenzk heiti, svo að
góðir íslendingar geti notað þær gremjulaust og án blygð-
unar.
Fallegt nafn.
„Akademíska arkitektafélagið“ var stofnað í Reykjavík fyr-
ir skömmu. Formaður þess kvað vera — húsameistari ríkisins.
Félagsmál.
BARÁTTURAGUR U.M.F.Í.
Á síðasta sambandsþingi U.M.F.Í. var eftirfarandi ályktun
samþykkt i einu liljóði:
„Sambandsþing U.M.F.Í. 193(i ályktar, að ungmennafélagar
skuli gera 17. júní ár hvert, frá og með árinu 1937, að sér-
stökum baráttudegi fyrir stefnumálum sínum. Telur þingið
vel við eiga, að dag þennan fari fram merkjasala til ágóða
fyrir U.M.F.Í."
Eg hygg ekki, að þessi hugmynd, að ungmennafélagar ættu
sér sérstakan sameiginlegan haráttudag, hafi komið fram áð-
ur, og hefi einnig ástæðu til að ætla, að hún hafi komið fram
á þinginu eingöngu vegna þess viðsýnis og stórhuga, sem,
þrátt fyrir ýmsa örðugleika félagsskaparins, ríkti þar.
Að vísu varð einhver einn til þess að kveða upp úr mcð
þessa tillögu, en þó var eins og hún væri töluð úr huga hvers
eins, og á sama hátt varð einhver til þess að kvcða upp úr
með, að þessi dagur skyldi einmitt vera 17. júni og allir sáu,
að fyrir baráttudag ungmennafélaga íslands var aðeins um