Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 9
SlvlNFAXl
9
„Vér getum ekkert gert, annað en treyst á lyslarleysi
stórveldanna að eignast oss.“ Því miður er of mikið
til i þessu. En þar með er ekki sagt, að vér eigum
algjörlega að leggja árar í bát. Sem siðuð þjóð eig-
um vér að láta oss friðarmálin miklu skipta og taka
þann þátt í friðarstarfi annarra þjóða, er vér fram-
ast megnum. Þótt vér séum fáir, eigum vér ekki að
skerast úr leik. Samstarf vort við aðrar þjóðir vek-
ur samúð með oss utanlands og undirstrikar einnig,
að vér séum sjálfstæð þjóð, sem leggja vill friðar-
málum heimsins lið, til varnar eigin sjálfstæði og
viðhalds alþjóða menningu.
Nú er svo komið, að friðarmálið er stærsta sjálf-
stæðismál hverrar smáþjóðar. Við verðum að hafa
það hugfast, að fjrrir stórstíga þróun síðustu ára iief-
ir mannkynið færzt svo saman, að örlög einnar þjóð-
ar verða ekki greind frá afdrifum annarrar.
Eg álti tal við Kínverja suður i Genf í sumar. Það
fyrsta, sem iiann spurði mig um, var hvað íslend-
ingar segðu um vfirgang Japana í Ivína. Eg sag'ði
honum, að vér hefðum samúð með þjóð hans í þeirri
viðureign, og þótti honum gott að lieyra það, enda
þótt honum væri að sjálfsögðu ljóst, að vér einir og
út af fyrir oss gætmn í litln veitt Kínverjum lijálpar-
hönd. En vera megum vér þess fulltrúa, að samúð
vor og viðleitni til samstarfs að velferðarmálum
mannkynsins, er hvarvetna þar vel þegin, er inenn
láta sig þau mál nokkru skipta.
Á síðasta sambandsþingi kom fram tillaga um, að
ungmennafélagar berðust fyrir friðarmálum, og var
hún samþykkt. Skömmu síðar tók sambandsstjórn U.
M.F.Í. þátt í skipun nefndar, sem sæti ciga i full-
trúar frá Norðurlöndum og starfa á að friðarmálum.
Mun hér vera um nýmæli að ræða i starfssögu ung-
mennafélaga, og sýnir það viðleitni til þess að starfa
að lausn mestu vandamála samtiðarinnar.