Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 88
88
SKINFAXI
s«m þekktir eru fyrir áhuga á uppeldismálum. Forseti heið-
ursstjórnarinnar er:
Hr. Léon Blum, forsætisráðherra, og varaforsetar:
Hr. Yvon Delbos, utanríkismálaráðherra, hr. Jean Zay,
kennslumálaráðherra, hr. Henri Sellier, heilbrigðismálaráð-
herra og lir. Robert Jardillier, póst-, sima- og útvarpsmála-
ráðherra.
Það er ósk vor, að þingi þessu takist að sameina merkustu
menn allra landa i vísindum, listum og tækni, er að uppeldi
lúta, til að gefa heildaryfirlit um, hve langt er komið rann-
sóknum á sviði uppeldismálanna.
Verkefni þingsins verða ýmist leyst af hendi á almenn-
um samkomum eða á sérstökum fundum, þar sem skipt er
i starfsflokka eftir málefnum, og fluttir fyrirlestrar með um-
ræðum á eftir.
Viðfangsefni þingsins ná hvorutveggja í senn, til barna-
fræðslunnar, þ. e. a. s. tímabils skólaskyldunnar, og alþýðu-
fræðslunnar í sínum margvíslegu myndum, svo sem: óreglu-
leg uppfærsla skólaskyldunnar, utanskólafræðsla, menntun
fullorðinna.
Viðfangsefni, sem tekin verða til meðferðar í fyrirlestr-
um og umræðum, skiptast í 8 flokka, en 3. flokkurinn skipt-
ist aftur í 5 undirflokka.
1. Almenn heimspeki uppeldisins. .Uppeldistefnur. -— Hlut-
verk ríkisins. — Skólinn og viðhorf hans til heimspeki,
trúarbragða og stjórnmála. — Réttur persónuleikans og
skilningur á þjóðfélagslegum skyldum.
2. Sálarfræðin í þjónustu uppeldisins. Viðhorf tilraunasálar-
fræðinnar og uppeldisfræðinnar hvorrar til annarar. —
Mælingaraðferðir. — Sálsýkisfræðin í þjónustu skólans.
— Læknisfræðileg aðstoð.
3. Kennsluaðferðir. 1. Smábarnaskólar: kennsla lesturs og
skriftar. 2. Almennar aðferðir við barnakennslu: starf-
ræna aðferðin, nýskólaaðferðir. — Starfskrár. — 3. Lík-
amsuppeldi. 4. Listrænt uppeldi. 5. Lesefni og barna-
bókasöfn.
4. Þjóðlegt uppeldi og alþjóðleg samvinna. Borgaralegt upp-
eldi, kennsla í sagnfræði og landafræði. — Ráð til þess
að samræma hið þjóðlega uppeldi anda alþjóðlegrar sam-
vinnu.
5. Aðhlynning, mótun og þroskun persónuleikans.
6. Ytri aðbúð skólans. Byggingarlist skólahúsa. — Flutriing-
ur nemenda í skóla. — Heilbrigðiseftirlit. — Mötuneyti
barna. — Leikvellir. — Sundlaugar. — Kennslutæki.