Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 87

Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 87
SKINFAXI 87 sveitanna, liafa annazt franikvæmdir heima fyrir með aðstoð og yfirstjórn Í.S.Í., þegar þurft hefir. — íþróttabækur, regl- ur og námskeið Í.S.Í. hafa haft stórmikla þýðingu um rétta og samræmda iðkun íþrótta. 21 maður hefir ált sæti i stjórn Í.S.Í. þetta tímabil og borið þar hita og þunga starfsins. Mest hefir jafnan mætt á forset- anum, en þvi virðulega, annríka og vandasama starfi hafa aðeins tveir menn gegnt frá upphafi. Axel V. Tulinius var fyrsti forseti Í.S.Í. og gegndi ])vi starfi í 14 ár. Á hann allra manna mest og víðtækast starf að baki fyrir íslenzkan æsku- lýðsfélagsskap um líkamsmenningu, ])ar sem hann hefir verið æðsti maður og aðalbrautryðjandi landssambanda íþrótta- manná og skáta. Benedikt G. Waage, núverandi forseti Í.S.Í., hefir gegnt því starfi i 11 ár, en 22 ár hefir hann setið í stjórninni. Auk þeirra eiga Umf. mest að þakka tveimur stjórn- öndum Í.S.Í., er verið hafa þar sérstakir formælendur félag- anna, enda báðir áhrifamenn í ungmennafélagsskapnum. Það eru þeir Guðm. Kr. Guðmundsson, er sat 12 ár i stjórninni, og Magnús Stefánsson, er sat þar 6 ár. Samvinna Í.S.Í. og U.M.F.Í. hefir jafnan verið hin bezta, og eigi þarf að efa, að hún verði það áfram. Í.S.Í. minntist afmælis sins mjög skörulega, með veizlu og íþróttasýningum i höfuðstaðnum. Franska Kennarasambandið hefir læðið Skinfaxa að birta eftirfarandi: Tilkynning frá le Syndicat national des Institueurs de France. Samband barnakennara í Frakklandi leyfir sér virðingar- fyllst að gera yður kunnugt, að það hefir, í tilefni hinnar alþjóðlegu sýningar 1937 tekizt á hendur, i samráði við rikis- stjórn hins franska lýðveldis, að undirbúa alþjóðlegt upp- eldismálaþing um barnafræðslu og alþýðufræðslu. Sanxbandið álítur, eins og stjórn Frakklands, að á meðal hinna luindrað þúsunda gesta frá öllum löndum heims muni þeir vissulega verða margir, sem bera þá sameiginlegu hugs- un í brjósti, að undir uppeldinu sé framtið menningarinn- ar komin. Meðan á sýningunni stendur, verður einum mánuði varið til ýmiskonar þinga varðandi menningarlega samvinnu. í þessum mánuði, eða nákvæmar tiltekið frá 23. til 31. júli, verður uppeldismálaþingið háð. Heiðursstjórnina skipa æðstu rnenn Frakklands og erlendis,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.