Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 10
10
SKINFAXl
II.
En auðvitað dugir ekki að lála sitja við samþykkt-
ir einar og nefndarskipanir. Eittlivað verður að gera.
Með það i huga, tók eg þátt í alþjóðlegum æslcn-
lýðsfundi um friðarxnál, er haldinn var í Genf i sum-
ar, dagana 31. ágúst til 6. septemher. Mætti eg þar
sem fulltrúi fyrir U.M.F.Í., og tel eg mér því skylt,
að gera hér í Skinfaxa nokkra grein fyrir fundi þess-
um. Tei eg þess þeim mun meiri þörf, sem líklcgl
er, að íslenzk hlöð liafi getið lians að litlu leyti. Svo
var um flest heimsblaðanna. Þau beinlínis neituðu
að senda fréttaritara á fundinn, og birtu litlar eða
engar fréttir um undirbtining iians. Þetta kom kunn-
ugum að vísu ekki á óvart. Flest mest lesnu blöð Ev-
rópu eru rekin að verulegu leyti með fjármagni frá
hergagnaframleiðendunum. En barátta fyrir friði
veitir ekki vatni á þeii'ra myllur. Þeim er og ekkeri
áhugamál, að það spyrjist, að æskan sjálf í víghún-
aðarlöndunum sé nú að vakna og' liefjast handa gegn
ófriðarbölinu. Því að ef hún skei’st úr leik, hvar á
þá að fá fóður fyrir fallbyssur þeirra?
Þetta yfirlit hér verður mjög samandregið, og skal
eg geta þess, að eg mun gela útvegað skýrslu fund-
ar þessa, þar sem birtar eru ræður hinna almennu
funda, og eins umræður allar í nefndum. Geta menn
valið um enska, franska og þýzka útgáfu. Mun ril
þetta koma út á næstunni, og verður xnikil hók og
merkileg.
í framkvæmdanefnd fundarins áttu sæti: Th.
Ruyssen, belgiskur ]irófessor og ritari Alþjóðasam-
bands Þjóðabandalagsfélaga, Lothian Sinali, Englend-
ingur, sem verið hafði foringi í ófriðnum 1914—T8,
og M. Figgures, formaður Þjóðahandalagsfélaga í
Englandi.
Um tilgang fundarins segir svo, í tilkynningu, er
framkvæmdarnefndin gaf úl skömmu fyrir hann: