Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 77
SKINFAXI
77
þetla tvennt, sem öll menning nútíðar þjóðfélags byggist á.
Við höfum kannske aldrei komizt langt i þessum lærdómi,
en miklu styttra hefðum við þó komizt, ef við hefðum ekki
notið Bifrastar. Og svipaða sögu hefir fjöldi manna um allt
land að segja um sín ungmennafélög. Það var engin tilviljun,
að flestir eða allir beztu félagsmennirnir í skólafélagi okkar
i Kennaraskólanum, þegar ég var þar, voru félagslega þjálf-
aðir úr ungmennafélögunum. Og einmitt þetta er hið mikla
afrek ungmennafélaganna: Þau hafa gert þúsundir manna
betri og starfhæfari þjóðfélagsþegna en þeir hefðu annars
orðið.
Bifröst sé þökk fyrir þann skerf, sem hún hefir lagt fram
til þeirra mála.
Halldór Kristjánsson:
Fyrir þrettán árum var ég nýliði í Bifröst. Spurningin: Hvað
hefir þú gert í dag? var til umræðu. „Orðið gekk“, eins og
við kölluðum það, og títt er, þegar létt mál eru rædd. Fund-
armenn töluðu í þeirri röð, sem þeir sátu. Ég líka. „Ræðan“
var ekki löng, en mér sortnaði fyrir augum og ég heyrði
hjartslátt minn. Slík var byrjunin.
Ég hefi stundum á seinni árum, ef ég hefi átt i smávegis
erjum á fundum, eins og við hefir borið, hugsað lil þessarar
byrjunar og litið yfir þann feril, sem á milli liggur. Og mér
er ljóst, að það var sá rikjandi félagsandi Bifrastar, að það
væri skömm, að stelast undan merkjum og skerast úr leik,
sem ýtti mér út í byrjunina. Það lá þar i lofti, að það væri
heiður, að gera sitt til þess, að leysa félagsstörfin. Meðvit-
undin um ábyrgð og skyldu gagnvart samfélaginu var óvenju
glöð og vakandi í Bifröst. Það réði úrslitum. Og svo er enn.
Það er dæmalaust í Bifröst, að menn hafi skorazt undan
því, að flytja eitthvert mál á fund, þegar þeir hafa fengið
sæti i verkefnisnefnd. Auðvitað hafa þeir ráðið sjálfir, hvert
málið var. Þetta er sá félagsandi, sem knýr fólkið til starfa.
Enginn veit, hvað margar tómstundir unglingarnir í Bif-
röst hafa helgað félagi sinu. Hitt vitum við öll, að þær eru
margar. Það tekur töluverðan tíma fyrir óvanan ungling, að
ganga frá einni fundargerð, eða einni blaðagrein, þótt smá
sé, eða búa sig undir eina framsögu. En slik viðfangsefni
eru höfuðnauðsyn æskunnar. Ekkert er ósamboðnara æskunni
né háskalegra, en andleg fátækt, áhugaleysi, allsleysi hug-
sjóna og hugðarefna. Eyðandi tóm nístir hjarta hins andlcga