Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 68
68
SlvlNFAXi
þann veg, að eg geri nú ráð fyrir að skilja við þann félags-
skap og kveðja að lokum.
Vil eg miklu fremur taka það fram, að stærsta löngun hefi
eg til að geta unnið ungmennafélagsskapnum nokkuð til nytja
enn, ef verða mætti, eftir því sem ástæður og æfidagar kunna
að leyfa. Minnugur er eg þess, að Ungmennafélagsskapnum
og hugsjónum hans hygg eg mig hafa drýgstan þáttinn í minni
menningu að þakka.
A fm œlisk viða
til Guðmundar Jónssonar frd Mosdal.
Kveðin á fimmtugsafmæli hans, 24. sept. 193(i, og flutt á
héraðsþingi U.M.S. Vestfjarða 2(i. s. m.
Fyrir fullum
fimmtíu árum
Geta skal góðs.
Góðs er að minnast.
Uxu með árum
andans burðir
langt fram úr litlum
líkamsvexti.
vögguljóð völvur
Lögðu þær lífsferil
litlum sveini,
Ijóð í huga,
list í hneigðir,
hagleik í hönd,
hugvit í sálu.
Gáfu þær Guðmundi
góðs manns spor.
í Villingadal
undursamleg
í eyru kváðu
Færði fyrstur
fagurlega
Onfirðingum
ungmennafélag.
Bar hann þá til byggðar
betri daga,
meiri menntun,
mannaðra fólk.
Víðar lágu vegir
frá Villingadal,
djörfum, dvergvöxnum
dalasyni.
Margan dag
á Mosdalsbökkum
dreymdi hann sem dreng
drauma stóra.
Leit hann lönd,
leit hann þjóðir
undan allsignum
augnalokum.