Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 23
SKINFAXI
23
reyndir, er bent var á í nefndinni og reynt var sið-
an að álykta út frá.
„Atvinnuskrifstofa Þjóðabandalagsins hefir reiknað
út, að nú séu í heiminum 10.000.000 æskumanna at-
vinnulausir. Þessa böls gætir i landbúnaðarlöndum
jafnt sem iðnaðarlöndum, i löndum, sem eiga ný-
lendur, og þeim, sem eiga þær ekki, o. s. frv. En al-
varlegast mun ástandið vera i Bandaríkjum N. A.
Sérfræðingur Verkamálaskrifstofunnar upplýsti hins-
vegar, að i Rússlandi gætti þessa fyrirbrigðis að
engu eða litlu leyti. Samkvæmt skýrslum Atvinnu-
málaráðuneytisins brezka voru í marz 1936 109.000
ungra manna atvinnulausir þar í landi. Þær skýrsl-
ur ná þó aðeins til unglinga undir 18 ára. Samkvæmt
skýrslum brezlcu stjórnarinnar frá þvi í febrúar 1936
voru atvinnulausir unglingar frá 18—20 ára 136.518,
frá 21—24 ára 279.815. Eftirfarandi tölur úr skýrsl-
um brezku stjórnarinnar sýna hlutföllin milli at-
vinnuleysis pilla og flokka: stúlkna og hinna ýmsu aldurs-
14 ára 15 ára 16 ára 17 ára
Drengir .... 17,9% 9,6% 25,2% 47,3%
Stúlkur .... 21,9% 11,8% 24,8% 41,5%
Taflan sýnir, að atvinnuleysið vex, eftir því sem
unglingarnir eldast. Sama sýnir eftirfarandi yfirlit,
sem gjört er á grundvelli viðtækari rannsókna. Eru
þetta hlutfallstölur, sem sýna atvinnuleysi mismun-
andi andursflokka:
14—15 ára
4,5%
16—17 ára
7,6%
25—29 ára
12,4%
18—20 ára
13,3%
30—34 ára
10,9%
21—24 ára
14,5%
Af þessu yfirliti sést, að menn eru frekast atvinnu-
lausir á þeim aldri, er lífið byrjar fyrir alvöru, þ. e.
þegar eðlilegast er að menn stofni til heimilis. Af-