Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 16
16
SKINFAXl
verður aldrei tryggður án gagngerðra umbóta á sviði
þjóðfélagsmálanna.“ Þannig fórust þessurn kunna
hagfræðingi m. a. orð.
Annar liagfræðingur talaði þarna, P. W. Martin
að uafpi, og er hann starfsmaður Atvinnumálaskrif-
stofu Þjóðabandalagsins. Hann liefir ritað mjög mik-
ið um hagfræðivandamál siðustu ára.
Honum fórust m. a. orð á þessa leið: „Hlutverk
liagfræðinnar er að sýna fram á leiðirnar til þess
að milljónirnar öðlist nauðsynlegt viðurværi. — —
— Árið 1929 voru 25 milljónir manna atvinnulaus-
ar. Stríð' er óhjákvæmilegt, meðan fólk liefir á til-
finningunni, að ekki sé rúm fyrir það i veröldinni.
Þjóðfélög nútímans horfella að vísu ekki beinlínis
þegna sína, en lélegt og ónógt viðurværi leiðir til
þess, að þeir verða að lítilsigldum andlegum og lík-
amlegum aumingjum, eða vandræðamönnum, sem
svífast engis og vinna í þágu upplausnar og niður-
rifs. Hér er menningin sjálf, liið æðsta verðmæti, i
veði.-------Eg er þeirrar skoðunar, að ráða megi
bót á ófremdarástandi samtjðarinnar, án þess að
kasta miverandi þjóðskipulagi flestra rikja fyrir borð.
Framtíð þjóðanna verður bezt tryggð með því, að
skapa þeim skipulag, sem engin ein stjórnmála- eða
hagfræðistefna liggur til grundvallar fyrir, heldur
margar. Og yfirleitt er núverandi ástand ekki fyrst
og fremst neinu ákveðnu skiplagi að kenna. Lífs-
skoðanir einstaklinganna er aðalatriðið; trú þeirra og
heimspeki. Allt hlýtur að mótast af mati þeirra á
verðmætum og tilgangi lifsins; hvort þeir eru efnis-
hyggjumenn eða keppa eftir einhverju, sem utan
er eða ofan þessarar tilveru. 1 heimspeki Japana
eru talin upp þrjú atriði, sem sagt er þar, að allt sé
undir komið, að jafnvægi sé á milli: I. Maðurinn
(þ. e. eðli hans). II. Hagfræðin (þ. e. skipulag það,
er maðurinn á við að búa). III. Heimspekin (þ. e.