Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 30
30
SKINFAXl
í samræmi við sérkenni sin. Vér bendum i því sam-
bandi á eftirfarandi:
a) Hver þjóð á rétt til frelsis og viðgangs, sé slíkt
ekki á kostnað annarrar þjóðar.
2) Náin kynni og samvinna þjóða á milli er nauð-
synleg; einkum þó með æskulýð allra landa.
c) Þess gerist þörf, að í alþjóðamálum meti þjóð-
irnar meir alþjóðaheill og rétt en eigin stundarhagn-
að.
d) Engri þjóð eða kynþætti sé óvirðing gerð.
1 alþjóðamálum veltur mjög á því, að íarið sé að
siðareglum þeim, er sjálfsagt þykir að krefjast af
einstaklingum í einkalífi þeirra.
Nefndin leggur til eftirfarandi, sem ætlað er að
auka á bróðurhug með þjóðunum:
1) Sett sé á stofn útvarpsstöð í Genf, svo sterk,
að liún megi heyrast um alla Evrópu, og flytji hún
óhlutdrægar fréttir á höfuðmálunum.
2) Komið sé á fót fréttastofu i sambandi við Þjóða-
bandalagið, og veiti liún hlöðunum óhludrægar frétt-
ir á öllum helztu tungumálum.
3) Komið sé á kvikmyndatökustofnun, er taki
myndir, er fjalli um alþjóðleg mál. Einnig lýsi þær
lifnaðarháttum og aðstæðum hinna ýmsu þjóða. Er
vitað, að fátt er vænlegra til uppeldisáhrifa og skoð-
anaútbreiðslu en kvikmyndir.
4) Kennslubækur þjóðanna séu endurskoðaðar.
Einkum gerist þess þörf í hagfræði, sögu og landa-
fræði. Takmarkið er að losa kennslubækurnar við
villur, sem sprottnar eru af þjóðernisofstæki og óvild
i garð annarra þjóða.
5) Alþjóðasjóði sé komið á til stvrktar stúdent-
um við hina ýmsu liáskóla. Séu og veittir styrkir úr
sjóði þessum til stúdentaskipta. Kennarar séu og
styrktir af fé þessa sjóðs, til þess að ferðast lil ann-
arra landa. Ennfremur iðnaðarmenn. Jafnframt þessu