Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 72
72
SKINFAXI
um skemmtifuiidum ykkar úti og inni, og öllum þessum íþrótta-
ólmagángi ykkar? Hvað meinið þið með þessu skrifaða blaði
ykkar, sem þið eruð að senda bæ frá bæ? Ætlið þið máske
að fara að fræða okkur eldra fólkið og kenna okkur að lifa ?“
I þessum anda hélt hann áfram að spyrja mig.
Það mun hafa orðið lilið um gild og greið svör hjá mér i
það skipti, enda var ég þá aðeins á öndverðum unglingsárum.
Þessar spurningar bóndans liafa orðið mér hugstæðar, enda
felst í þeim gagnrýni á gildi ungmennafélaganna.
Nú myndi eg — eftir þá viðkynningu, sem eg hefi haft af
U.M.F. Bifröst og fleiri félögum — svara spurningunum eitt-
hvað á þessa leið:
Ungmennafélögin færa æskunni margháttuð verkefni til
þroska og gleði. Málfundirnir vekja hugsunina, veita æfingu
í gagnrýni og rökfimi, kenna fólkinu skipulega framsetningu
hugsana í búningi málsins, kenna því samstöðu og samstarf
í lausn félagslegra viðfangsefna. Skrifuðu sveitablöðin vinna
í sömu átt. íþróltaiðkanir, skemmtifundir úti og inni, sjálf-
boðavinna og önnur margháttuð félagsleg viðfangsefni, eru
hagnýtur, raunhæfur skóli til undirbúnings fullorðinsárunum,
auk þess sem þessi störf gera hversdagslegt og viðburðasnautt
sveitalífið ríkara og fyllra af tilbreytni og gleði.
Þýðingarmesta hlutverk ungmcnnafélaganna er að sjá æsk-
unni fyrir göfgandi og heillandi verkefnum við hennar hæfi,
og vekja hana til dáða og starfa. Gera lif æskunnar rikt af