Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 82
82
SKINFAXl
astar‘allra“ í fátækrahverfi Oslóar. Tókst Kristni ágætlega að
sýna hinn látlaust tiguleik Ólafíu. Myndin var steypt i eir
og stendur á góðum stað við torg eitt skannnt frá aðaljárn-
brautarstöðinni í Osló, — í þeim hluta borgariniiar, sem
Óláfía vann meginstarf sitt í.
Síðan Kristinn iauk námi í listaháskóla Norðmanna 1927,
hefir hann lengstaf dvalið hér heima. Þó hefir hann verið
langdvölum utan á
þessu tímabili, í Par-
ís, Vinarborg og
Kaupmannahöfn, Til
dæmis lærði hann að
„radera“ í svartlist-
arskóla í Vinarborg,
og liggur margt
góðra verka eftir
hann í þeirri list-
grein. Siðustu árin
leggur hann einkum
stund á málaralist.
Mest hefir hann mál-
að á Þingvöllum og
i átthögum sínum á
Vestfjörðum. Á v'etr-
um hefir hann kennt
að teikna og mála.
Kristinn hefir haft
þrjár sjálfstæðar sýn-
ingar á verkum sín-
um hér i Reykjavík
og hlotið lofsamlega
dóma. Einnig hefir
hann sýnt nokkrum sinnum á ríkissýningum í Ostó og á Char-
lottenborg í Kaupmannahöfn.
Af höggmyndum Kristins hafa einkum vakið athygti „Ma-
donna í íslenzkum skautbúningi“ og „Sláttumaður“. Þá hefir
hann og gert allmargar mannamyndir, auk Ólafíu, sem áður
er getið, I. d. brjóstlíkön af séra Sigtryggi á Núpi, Haraldi
Nielssyni, Einari Benediktssyni o. ft. Vangamyndir (relief)
hefir hann gert af Karen Nellemosen (danskri leikltonu), Finni
Jónssyni prófessor, Sveini Björnssyni, Jóni Krabbe, Jóni Svein-
björnssyni konungsritara, Davíð Stefánssyni, Sigurjóni Péturs-
syni o. fl. — Af raderingum hans og teikningum hefir verið
Finnur Jónsson prófessor.