Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 24
24
SKINFAXI
leiðingar þessa sjást hvarvetna. I Glasgow í Skot-
landi herma skýrslur, að 77 ungir menn séu gerðir
afturreka vegna likamsveiklunar af hverjum 100, sem
sækja um upptöku í herinn. Sjúkdómum æskunnar
fer fjölgandi, sífellt l'jölgar unglingum með fölar
kinnar og innfallin brjóst. Þúsundir pilta og stúlkna
standa nú á grafarbakkanum, en ætlu vegna æsku
sinnar að vera i blóma lífsins. Og annað kemur hér
og til greina, sem ef til vill er enn hættulégra: Nú
eru þúsundir og aftur þúsundir ungra manna um tvi-
tugsaldur, sem aldrei hafa unnið svo dagsverki nemi,
og sem aldrei munu verða til þess hæfir, að vinna
handarvik, jafnvel þótt þörf skapist i framtíðinni
fyrir starfsgetu þeirra.
Hvernig á að ráða bót á þcssu ástandi? Nefndin
telur sjálfsagt, að ríkisstjórnir hinna einstöku landa
geri eftirfarandi ráðstafanir:
1) Vinnutími verkamanna sé styttur, án þess að
laun þeirra séu skert.
2) Fullkonmum ellitryggingum sé komið á, svo að
verkamenn geti látið af störfum um sextugsaldur,
án þess aðbúð þeirra og viðurværj biði hnekki við.
3) Skipulagðri atvinnuleysishjálp sé komið á, svo
að tryggt sé, að æskumenn og aðrir l)íði ekki tjón á
skapgerð sinni og heilsu.
4) Verkamenn fái árleg leyfi með fullum launum.
5) Komið sé á vinnu við opinberar framkvæmd-
ir, sem tryggt þykir að beri arð.
6) Fyrirbyggt sé, að einstökum mönnum sé greitt
meira en sem einum launum nemi.
Vegna atvinnuleysis æskulýðsins sérstaklega, krefst
nefndin þess, að stjórnir ríkjanna hefjist þegar handa
um framkvæmdir eftirfarandi atriða:
1) Skólatíminn sé lengdur. Bönnuð sé vinna ]>arna
innan 16 ára.
2) Æskunni, sem nú nevðist til þess að vera að-