Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 34
34
SKINFAXl
þarna sæti fulltrúar frá þremur fjölmennustu æsku-
lýðssamtökum heimsins. Einn hinna brezku fulltrúa
var valinn aðalritari.
Yfirliti minu er nú lokið, og vona eg, að af því
megi öllum ljóst vera, hverskonar hreyfing er hér
hafin. Að lokum tillögur:
1) Eg legg til, að U.M.F.Í. taki baráttu fyrir frið-
armálum upp á stefnuskrá sína og lielgi þeim sér-
stakt rúm í Skinfaxa. Eg tel mig hafa rökstutt þessa
tillögu fyrr í þessari grein. Tel eg vafalaust, að þetta
myndi verða til fjörgunar og fjölbreytni í starfi Ung-
mennafélaga og færa þau nær viðfangsefnum líðandi
stunda og því, sem er að gerast umhverfis oss.
2) Eg legg til, að Sambandsstjórn U.M.F.Í. sé heim-
ilað að skipa þriggja manna nefnd, er sérstaklega
liafi þessi mál með höndum, og sé starfsmaður U.M.
F.í einn nefndarmanna. Nefnd þessi leiti siðan sam-
vinnu við önnur æskulýðsfélög um þessi mál.
Eg vænti þess, að þetta mál verði rætt í sambands-
stjórn og félögum úti um land. Hér er um að ræða
verkefni, sem félagsskapur vor hlýtur að vaxa af að
fást við. Hann á að hafa forgöngu þessara mála, en
láta þau ekki stjórnmálafélögum eftir. Er ekki að
öllu leyti eðlilegt að þau taki þau að sér. Líklegt tel
eg, að ritstjóri Skinfaxa bjóði velkomnar umræður
um þetta mál i riti sínu.
Öllum mun ljóst, að hér er um stórmál að ræða,
— mál, er snertir framtíð fslands og æsku þess. Öll-
úm ætti og að vera Ijóst, að æska annarra landa fer
af stað um íhlutun þessara mála af einlægni og skyn-
semi.
í milljónamergð sinni réttir hún oss nú bróður-
hönd til samvinnu. Ættum vér í fæð vorri að for-
smá slíkt? Ungmennafélagar! Sjáum sóma vorn og
þjóðar vorrar og verðum fvrstir til að rétta sam-
starfshönd yfir hafið.