Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 18
18
SKINFAXI
ista í Rússlandi. Ræða hans var í þremur köflum.
Fyrsti hlutinn var einkum fólginn í skilgreiningu
friðarliugtaksins, og kvað ræðumaður frið vera frelsi
og jafnrétti þjóða og einstaklinga þeirra. Miðhluta
ræðunnar var ætlað að sýna fram á, að þessum friði
væri nú náð í Rússlandi. 1 umræðum, sem leyfðar
voru á eftir ræðunni, var þessi þáttur liennar eink-
um dreginn i efa og gagnrýndur, en ræðumaður vís-
aði jöfnum höndum til rita Lenins og liinnar nýju
stjórnarskrár, máli sínu til sönnunar. Urðu uinræð-
ur þessar fram eftir nóttu, og liélt þeim áfram i einni
nefnda fundarins, og verður vikið að því síðar.
Siðasti þáttur ræðunnar var áskorun til æsku allra
landa, að sameinast nú til verndar alþjóðafriði.
„Menn segja, að vér kommúnistar séum óvinir lca-
þólskra manna. Eg fullyrði, að þetta er rangt; vor
í miili er engin ástæða til tortryggni og þvi siður
til fjandskapar. 1 dag færa sameiginleg áhugamál
oss saman. Þáu álnigamál eru: Barátta fyrir friði
og samvizkufrelsi. Vér getum unnið, og oss ber skylda
til að vinna í bróðerni saman að varðveizlu friðar-
ins með þjóðunum. — — — — í nafni milljóna
frjálsra æskumanna Sovétlýðveldanna lieiti eg 5'ður,
að vér munum, ásamt yður, gera allt til þess, að forða
mannkynina frá háska nýrrar heimsstyrjaldar.“
Vegna þess, að Þýzkaland og Ítalía áttu þarna enga
opinbera fulltrúa, var engin grein gerð fyrir afstöðu
„fascismans“ eða „national-socialismans“ til frið-
arins.
Engin tök eru á því, að gera hér frekari grein
fyrir ræðum manna á fundi þessum, og verður nú
horfið að því, að segja nokkuð frá starfi nefnda
þeirra, er unnu síðari hluta fundartímans. Þær voru
fjórar, og með því að eg var einn mins liðs, var mér
erfitt að fylgjast sem skyldi með starfi þeirra allra.
Verður þessi greinargerð því ófullkomin.