Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 96
96
SKiNFAXI
þeim er vel lýst, svo að lesandinn þekkir þær flestar. At-
burðirnir ei'U hversdagslegir, en ljóst og skilmerkilega sagt
frá þeim, í skrautlausum, viðfelldnuin stíl. — Höf. hefir valið
sér hversdagslegt og átakalitið viðfangsefni í þessa fyrstu
skáldsögu sína og gætt þess vel, að reisa sér hvergi hurðarás
um öxl. Og hann hefir komizt svo myndarlega yfir byrjun-
arörðugleikana í sagnagerð, að lesandann langar til að sjá
hann glima við umfangsmeiri verkefni.
Ólafur Jóhann Sigurðsson er löngu þjóðkunnur rithöfund-
ur, þótt hann sé aðeins 18 ára gamall. Barnabækur hans, Við
Álftavatn og Um sumarkvöld, hafa náð miklum vinsældum,
og smásögur þær, sem hann hefir birt í Skinfaxa og fleirum
timaritum, hafa sannfært menn um það, að þessi ungi mað-
ur byggi yfir óvenjulegum hæfileikum. Nú fyrir jólin kom
út þriðja bók Ólafs, allslór skáldsagt, er heitir Skuggarnir
af bænum. Er þar lýst uppeldi, lifskjörum, þroska og sálar-
lífi Ásgeirs Ásgeirssoiiar, fátæks drengs, fyrsl í foreldrahús-
um í Fjallstúni, en síðan sem niðursetnings i Hlíð. Vafalaust
má finna ýms vanþroskamerki á bók þessari, ef vel er leit-
að, en slíkt getur engum komið á óvart. En hitt er furðu-
efni, hve öruggum tökum hinn barnungi höfundur nær á við-
fangsefninu, og er það þó hvergi' nærri auðvelt. Persónurn-
ar éru glöggar, sérkennilegar og lifandi. Atburðunum vel skip-
að niður. Málið gott og orðaforðinn meiri en vænta mætti
hjá unglingi. Og stíll Ólafs er að verða æ persónulegri, áhrif
eldri rithöfunda að hverfa af honum. Um allt hlýtur skáld-
saga þessi að efla þær glæstu vonir, sem margir hafa fest á
Ólafi Jóh. Sigurðssyni.
Þá er nýkomið út mjög athyglisvert byrjandaverk: Konan
á klettinum, 12 sögur eftir Stefán Jónsson, kennara í Reykja-
vík. Stefán er áður kunnur fyrir smásögur og kvæði, sem
hann hefir birt í blöðum og timaritum og í útvarpinu. M. a.
hafa tvær sögur hans birzt í Skinfaxa og vakið athygii. Ste-
fán er sjálfstæður höfundur og laus við áhrif annarra skálda,
og bók hans er honum til mikils sóma. í sögunum eru víða
ágætar sálarlífs- og persónulýsingar, og sumstaðar er ofið
í þær góðlátlegri kímni, sem liöf. kann vel með að fara. —
Leitt er það, að prófarkalestur hefir farið í handaskolum,
svo að bókin úir af prentviilum.
Félassprentsmiðjan.