Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 63
SKIM-'AXI
63
fýllinn, eða múkk-
inn, eins og hann er
kallaður stundum,
eða þá skúmurinn,
geta svifið tímunum
saman án þess að
bæra vængina. Þelta
flug fuglanna varð
til þess að vekja
mennina til svifflug-
dáða. Menn fóru
fyrst að veita þessu
sérkennilega flugi
fuglanna verulega
athygli snemma á
nítjándu öldinni.
Menn höfðu áður
verið þeirrar skoð-
unar, að lausnin á
íluginu væri sú, að
smíða vél með hreyfanlegum vængjum, sem hægt
væri að hæra ótt og tílt á fluginu. En tæknin
setti þessu svo miklar hindranir, að það var með
öllu óframkvæmanlegt. Menn sneru þá við þessu hak-
inu og fóru að hugsa um svif- og renniflug, með svif-
fuglana sem fyrirmynd.
Tveir Þjóðverjar, bræðurnir Lilienthal, fóru eink-
anlega að gefa sig að þessu, og er annar bróðirinn,
Otto Lilienthal, talinn brautryðj andi svif- og renni-
flugsins. Hann starfaði að þessu í fjöldamörg ár og
mun hafa flogið h. u. b. 2000 sinnum. Hann lézt af
slysförum 8. ágúst 1896. Rétt áður en hann lézt, hafði
hann látið smíða hreyfil í vél sína. En honum ent-
ist ekki aldur til fleiri framkvæmda, og flaug aldrei
með hreyfli.
Sjö árum síðar, eða 1904, byrjuðu menn að fljúga