Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 27
SKINFAXl
27
á núverandi ástandi, sem harðast kemur niður á
æskulýðnum.
Sérstaka áherzlu leggur nefndin á, að bætt séu
menntunarskilyrði og þjóðfélagsleg og efnaleg kjör
nýlendubúa.
Nefndin sér fram á fánýti þess fyrirkomulags, .er
eyðileggur auðæfi, meðan menn verða hungurmorða.
Nefndin heitir á alla, án tillits til hörundslitar, þjóð-
■ernis, lcynferðis eða trúar, til samstarfs. Það eitt get-
ur oi'ðið til þess að bæta lxlutskipti mannkynsins og
veitt þvi skilyrði til andlegs frelsis og sómasamlegs
viðurværis í þeirn mæli, er tækni nútímans gerir
mögulegt.“
111. nefnd hafði lil meðferðar viðhorf trúar og
heimspeki til friðarmálanna. Þessi nefnd var fjöl-
mennust nefnda fundarins; fundir haldnir flestir í
henni og yfirleitt vakti starf hennar inikla athygli.
Sagði eitt Genf-hlaðanna, að Rússunum, sem voru á
fundinum, hefði ofboðið trúaráhugi fulltrúanna. Ekki
varð eg var neinnar heimildar fyrir þessum ummæl-
um og læt eg því ósagt um sannindi þeirra. Á al-
mennum fundi hafði verið gerð grein skoðana heim-
speki nútímans á friðarmálum, auk kathólskrar trú-
ar og mótmælenda. I nefndinni bættust við viðliorf
Buddhatriiarmanna, sem einn indversku fulltrúanna
lýsti, og viðhorf Gyðinga. Haft var oi'ð á því, að inn-
ræti rússnesku fulltrúanna sýndi sig bezt á því, að
þeir létu ekki sjá sig í nefnd þessari og þyrfti ekki
frekar vitna við um áhuga þeirra á andlegum mál-
unx. Varð þetta til þess, að á næsta nefndarfundi
mættu rússnesku fulltrúarnir með tölu og snerust nú
umræðurnar upp í spurningar og svör um ástand
kristni og lcirkjumála i Rússlandi. Hafði þó áður, á
almennum fundi, mjög verið lxeint spurningum til
formanns rússnesku sendinefndarinnar, A. V. Kos-
sariev um þessi efni. Varð hann og fyrir svörum