Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 60
S K 1N l-'A XI
60
taka skuli fé til þeirra framkvæmda, sem stungið
er upp á. Þar er þessu til að svara: Fyrsl er að gera
sér Ijósa nauðsynina á aðgerðum, síðan að sjá hvern-
ig fremja þarf aðgerðirnar. Þegar það er ljóst og
menn finna knýjandi þörfina á framkvæmdum, þá
opnast alltaf fjárhagslegir möguleikar. Það er ljót,.
háskaleg og syndsamleg blekking, að róa og svæfa
sig og aðra með því, að ekkert sé unnt að gera fyr-
ir fátækt og amlóðaliætti, þegar nokkur hluti af æsku
þjóðarinnar er í menningarlegum og siðlegum háska
staddur. Enginn sæmilegur drengur getur látið neina
af þeim framkvæmdum, sem hér er stungið upp á,
stranda á fjárskorti, meðan þjóðin eyðir fé eins og
fábjáni i tóbak, brennivín og marga aðra fánýta og
ónýta hluti.
Vér, sem fáumst við uppeldisfræði og erum kunn-
ugir eðli og þörfum og þrám æskumanna, höfum þá
skyldu, að benda á leiðir út úr þeim voða, sem at-
vinnuleysið er þeim. Aftur þarf aðra þekkingu og
kunnugleika á öðrum sviðum, til þess að sjá fjár-
hagshlið inálsins vel borgið. Sá, sem þetta ritar, hef-
ir ekki þá þekkingu og kunnugleika. Skal þó til af-
sökunar benda á þessar leiðir til þess að gera fjár-
hagslega kleift að koma tillögunum fram:
1. Að ætla atvinnulausum unglingum vissan hluta
af því fé, sem ríki og bæir veita til atvinnubóta.
2. Að láta til starfseminnar meðal atvinnulausra
unglinga vissan ríflegan hluta af tóbakstekjum og
áfengisgróða ríkisins.
3. Að leggja á þá, sem hafa fasta atvinnu, víssan
skatt „eftir efnum og ástæðum“, til að hæta úr hölí
hinna, sem eru atvinnulausir.
4. Að ríkið eða hæirnir taki einkaleyfi á kvik-
myndasýningum og verji ágóðanum af þeim tiI bjarg-
ar atvinnulausri æsku.