Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 25
SKINFAXl
25
gerðalaus, séu fengin í hendur holl störf og friðsam-
leg.
3) Aukin sé undirbúningsmenntun æskumanna til
hinna margvíslegu lífsstarfa.
4) Komið sé á alþjóðlegum ákvæðum um lærlinga:
a) Störf þeirra fari vaxandi að veg og launum,
samkvæmt föstum reglum.
b) Fastálcveðið sé lilutfallið milli tölu lærlinga og
útlærðra verkamanna sömu starfsgreinar.
c) Reglunnar: Sömu laun við sömu vinnu, sé gætt.
'N/efndin hefir athugað erfiðleika landbúnaðarins,
og með því að hann hefir nokkra sérstöðu, leggur
liún til eftirfarandi honum viðvíkjandi:
1) Tekin sé til athugunar og skipulögð almenn
menntun bændaefna.
2) Alþjóðleg álcvæði séu sett lil þess að draga úr
verðsveiflum á markaði landbúnaðarafurða.
Að lokum viðurkennir nefndin, að framkvæmd
framangreindra tillagna rnuni aðeins leiða til hráða-
birgðaúrlausnar á ástandi því, sem nú er. Gagngerð
skipulagsbreyting þarf að fara fram á hagfræðistefnu
þjóðanna, út á við sem inn á við.“
c) Nýlendumdl.
Fulltrúar Indlands fluttu mjög merkilega skýrslu
um ástand og' stjórnarfar lands síns, sem engan veg-
inn var Bretum í vil. Fulltrúi frá Cuba lýsti og á-
nauð þeirri, er þjóð lians væri ofurseld af hendi
Bandaríkjanna, og fonnaður kínversku sendinefnd-
arinnar gaf ófagra lýsingu á afskiptum Japana af
Kína. Kvað hann þjóðernissinnaðan æskulýð ættjarð-
ar sinnar vænta mikils af fundi þessum. Hér skulu
nú raktar nokkrar ályktanir nefndarinnar um þessi
mál:
1) Erfiðleikar þjóðanna eru frekar lieimskrepp-
unni að kenna en hráefnaskorti.