Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 58

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 58
58 SKINFAXI k. Landbúnaður. Þá eru loks eftir þeir ungling- ar, sem áhuga hafa og hneigðir til að stunda jarð- yrkju og kvikfjárrækt. Engu minni ástæða er til að taka tillit til óska þeirra og að lofa þeim að njóta sín en hinum, sem að framan eru nefndir, þar sem mannfjöldinn í bæjunum er orðinn oss fullkomið áhyggjuefni, og straumur fólksins frá hollu sveita- lífi til misjafnlega heilnæms lífs á mölinni við sjó- inn er þrautrætt vandræðamál. í grennd við kaupstaði og stærri þorp þyrfti að koma upp kennslubúum, með fjölbreyttri jarðrækt og kvikfjárrækt, þar sem atvinnulausir, búhneigðir unglingar geti dvalið, hlotið verklegt nám og æfingu i allskonar landbúnaðarstörfum og bóklega búnaðar- fræðslu og almenna, og haft fæði, vinnuföt og smá- vegis vasapeninga fyrir, eins og fyr er um rætt. Ef búreksturinn skilaði arði, ætti hann að sjálfsögðu að greiðast sem kaup eða viðurkenning til unglinganna. —- Þegar piltar hafa unnið og numið á slíku kennslu- húi t. d. tvö ár, ætti að hjálpa þeim til að koma upp eigin búrekstri, með því að fá þeim land, verkfæri, áhurð, útsæði og annað, sem byrja þarf með, sem vaxta- og afborgunarlaust lán. Gætu þeir stundað búrekstur sinn annað hvort einn sér eða nokkrir i samvinnufélagi, og væri Iiið síðara sennilega æsld- legra. Vafalaust þyrftu unglingarnir að fá hvatningar og leiðbeiningar við húskap sinn og eiga þess kost, að ráðgast um starfsemi sína við fróða menn, sem þeir gætu treyst. Til þess væri heppilegast að liafa vel menntaða, búfróða ráðunauta, er ferðuðust milli bú- anna og einstakra hinna ungu bænda, til að miðla hollráðum sinum og hvatningum. Mundu þeir hafa svipað verkefni og æskulýðsráðunautar þeir, er „Jord- brukareungdomens förbund“ hefir i förum í Sviþjóð,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.