Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 29
SKINFAXI
29
um hugsanakerfi, er verið geti samvinnugrundvöllur.
En engan veginn þýðir þetta, að æskan, þólt skipt-
ar séu skoðanir hennar, geti ekki unnið saman að
friðarmálum.
Nefndin telur, að samstarf að þessum málurn geti
hyggzt á viðurkenningu gildis hvers þess einstaklings,
er af fúsn geði vinnur i þágu heildarinnar. Þessi af-
staða leiðir til kröfu um, að virt sé samvizkufrelsi
einstaklinga, og að réttindi þeirra séu ekki skert um
að láta skoðanir sinar í ljós á trú- og þjóðfélags-
málum.
Nefndin telur, að hlutverk og skylda þessa fund-
ar sé að stuðla að því, að unnið verði í framtíðinni
á annan hátt að friðarmálum en hingað til liefir gert
verið. Hefir samkomulag orðið um eftirfarandi:
1) Friður er ekki aðeins ástand án vopnaviðskipta.
Það verður ekki sagt, að friður ríki, þar sem þjóð-
félagslegt misrétti á sér stað eða þar sem ofbeldis-
leg stjórnarstefna ræður. Friðarstarf er ekki fyrst og
fremst viðfangsefni stjórnfræðinga. Það er barátta
gegn efnahagslegu ófrelsi, barátta gegn stjórnarfars-
legri yfirdrottnan: barátta fyrir bættu mannkyni.
2) Friðarhugur er ekki fólginn í hræðslu við dauð-
ann eða eftirsókn eftir makindum. Yér afneitum
friðarbaráttu, sem sprottin er af miðlungsmennsku
eða aukvisahætti. Vér viljum skapa frið þann, er
hetjum sæmir og karlmennum. Prófsteinn sannrar
hugprýði er ekki ofbeldi né orrustuvöllur.
3) Barátta fyrir friði verður að byggjast á forsend-
um sögunnar og taka tillit til raunverulegs eðlis
mannsins. Nóg er komið kenninga og skrafs, sem
enginn fótur er fyrir og því enginn árangur af.
4) Friður getur ekki byggzt á friðarsamningum,
sem aðeins eru úrslit ákveðins ófriðar. Hann verður
að vera óháður þeim.
Hver þjóð á heimtingu á, að fá að þróast i friði,