Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 26

Skinfaxi - 01.02.1937, Page 26
26 SKINFAXl 2) Iðnaðarþjóðir heimsins skortir nú að visu lil- finnanlega hráefni, en það er afleiðing skipulags- leysis verzlunarmálanna og haftastefnu þeirrar, er þjóðirnar fylgja. 3) Þéttbýliserfiðleikar eru oft látnir réttlæta ný- lenduásælni stóveldanna. En þá erfiðleika skapa þjóð- irnar sér sjálfar, með liömlum á eðlilegum flutning- um fólks milli rikja. 4) Frá hinum eiginlegu nýlendum er og ekki þau hráefni að hafa, sem mörgum ríkjum er mest þörf á, og eins og nú standa sakir, eru þar ekki þeir mark- aðsmöguleikar, er bætt geti úr öngþveiti viðskipta- málanna. Ennfremur leggur nefndin álierzlu á eftirfarandi: 1) Nýlendurikjunum ber skylda til þess að vinna að því, að íbúar nýlendnanna geti sem fyrst orðið færir um að vera þjóðfélagslega og fjármálalega sjálf- um sér ráðandi. 2) Nýlenduríkjunum ber að fara i nýlendumálum að ráðum „Mandatanefndar“ Þjóðabandalagsins. 3) Þjóðabandalagið á ekki aðeins að ráða yfir löndum þeim, sem flokkuð hafa verið í tvo liópa, A og B, heldur einnig hinum eiginlegu nýlendum. En ekki skulu skipulagsbreytingar fara fram, þess- ara mála, án þess leitað sé álits nýlendubúanna sjálfra. Takmarkið er: velfarnan þeirra og sjálfstæði. Nefndin leggur til: 1) Að afnumdar séu hömlur þær, sem eru í flest- um ríkjum, á innflutningi og útflutningi fólks. 2) Að saman komi hið fyrsta alþjóðlegur fundur, er taki til meðferðar hagfræði- og stjórmnálavanda- mál, er leysa verður, ef von á að vera um alheims- frið. Nefndin telur fjármálalega- og hagfræðilega sam- vinnu allra þjóða nauðsynlega til þess að ráða ból

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.