Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 50
50
SKINFAXl
Um slíka framhalds-skólaskyldu og vinnuskóla fyr-
ir unglinga þýðir sjálfsagt ekki að ræða í bráð, nema
sem fjarlæga og óframkvæmanlega liugsjón. Oss vant-
ar húsrúm og hæfa kennslukrafta, skilning, vilja og
fé, til þess að koma þeim á. En á meðan svo standa
sakir, verður þó að gera þá kröfu, sem selt er fram
hér að framan, um sem greiðastan aðgang að fram-
haldsskólum, fyrir námfúsa unglinga, með því t. d.
að sá hluti námskostnaðar, sem þeir og aðstandend-
ur þeirra ráða ekki við, sé greiddur af þvi fé, sem
ætlað er til að eyða atvinnuleysi unglinga.
V.
Um leið og vinnufúsir unglingar og fullhraustir
karlmenn ganga atvinnulausir, er það nokkuð algengl,
að skólaskyld börn vanræki nám sitt og skólasókn,
vegna þess, að þau hafa verið ráðin til atvinnu. Sjálf-
sagt er það ekki nema gott og blessað, að börn séu
látin vinna þau verk, sem í engu ofbjóða getu þeirra
og þoli, þegar svo stendur á, að vinnuframboð er
meira en það, sem fulltiða menn og verkfærir ung-
lingar komast yfir að vinna. En þegar skortur er á
atvinnu, eins og nú tíðkast, mega börnin ekki vera
keppinautar verkfærs fólks um þá vinnu, sem til
fellst. Enda munu skólastörfin yfirleitt vera börn-
iim nægileg viðfangsefni, ef þau eru rækt af sam-
vizkusemi. Hitt er annað mál og merkilegt, en kem-
ur ekki við efni þessarar greinar, að allmjög þyrfti
að breyta um vinnuhætti í barnaskólunum. Enda
stefnir nú mjög í þá átt, að samræma starfsaðferðir
barnaskólanna þekkingu nútimans á vaxtareðli og
þroskaþörf þess aldurs, sem þeir starfa fyrir.
Eg slcal nefna nokkur nærtæk dæmi, til að sýna
ástandið: Eitt sinn fengu tveir skólaskyldir drengir,
sem skráðir voru í bekk minn í Austurbæjarskóla
Reykjavikur, undanþágu frá skólasókn, hjá skóla-