Skinfaxi - 01.02.1937, Blaðsíða 1
Skiufaxi I. 1937.
Friður.
Öll yeröldin hlustaði, Iangþreytt, löðrandi í blóði,
líf hennar kvaldist á veiku, blaktandi skari:
Bóndinn og kona hans báðust fyrir í liljóði,
barnið hélt sig með leikföngin sín í vari,
og blómið varla úr moldinni mjaka sér þorði,
— milljónum tára rigndi á blöðin þess niður.
Öll veröldin hlustaði, beið eftir einu orði,
og orðið var: Friður . . Friður . . . Friður ....
Og orðið kom. — Það hófst upp úr harmi og sárum,
hreinna, dýpra, tignara en nokkru sinni áður.
Á valinn sló þögn, — þetta var fyrir nítján árum, —
og vonin strengdist sem rauður, geislandi þráður
á milli hjartnanna, — huggunarríkur kraftur,
sem hóf á ný upp úr forinni svívirtan lýðinn.
Menn sögðu fagnandi: Stríð kemur aldrei aftur!
Nú er illskan úr sögunni, — þetta var lokahríðin!
Og bóndinn og kona hans blessuðu jörðina að nýju,
og barnið fann aftur hið saklausa öryggi í leiknum,
og blómið laugaði blöð sín í frjóregni hlýju,
— það var bylting í loftinu, full af skapandi teiknum.
Óreiginn reis upp úr rústum lífsóska sinna,
— af réttlætiskröfum varð l)rungin tilveran snauða.
Mannsbrjóstin sungu af þrá til að vaxa og vinna,
— öll veröldin skalf af hrópum gegn þjáningu og dauða.